Samstaða með ljósmæðrum

Samstaða með ljósmæðrum við stjórnarráðið þriðjudaginn 8. júlí kl. 9.15.
 
Ljósmæðrafélag Íslands hefur farið fram á það við ríkisstjórnina að laun þeirra verði leiðrétt til samræmis við laun annarra háskólastétta með sambærilega menntun. Flótti hefur verið úr stéttinni og nýliðun ekki nægileg. Fjöldauppsagnir eru í farvatninu og líðan og öryggi fæðandi kvenna því í uppnámi.
 
Ljósmæður þjónusta konur og börn á mikilvægustu augnablikum lífsins. Launakjör þeirra eru til marks um að hvorki þarfir né störf kvenna séu metin að verðleikum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er því lofað að kjör kvenna hjá hinu opinbra verði endurmetin, einkum hjá þeim stéttum þar sem konur eru í miklum meirihluta. Ljósmæður eru eingöngu konur.
 
Öll höfum við fæðst. Stöndum nú með konunum sem stóðu með mæðrum okkar. Samstaða við stjórnarráðið þriðjudaginn 8. júlí, kl. 9.30.

Skýr og afdráttarlaus afstaða

Ég tek skýra og afdráttarlausa afstöðu með ljósmæðrum í þessari baráttu um leiðrétt launakjör. Ljósmæður eru eina stéttin í heilbrigðiskerfinu sem vinnur ötullega að því að vernda hina heilbrigðu meðgöngu og fæðingu, á meðan þær svo listilega annast þær konur, feður og börn sem þurfa á meiri umönnun að halda en gengur og gerist.

Mig grunar einnig að landinn geri sér enga grein fyrir hve dýrmætt það er fyrir samfélagið að stuðla að auknu heilbrigði á meðöngum og í fæðingum, en þessi tímabil, The Primal Period (Odent) eru þau mikilvægustu í lífi hvers einstaklings. Ekkert tímabil á ævinni er eins mótandi og þetta og eru tauga-, ónæmis- og boðefnakerfi okkar að mestu kortlögð á þessum tíma (Primal Health, Odent). Samfélagið þarf á ljósmæðrum að halda!

"

How to provide a prenatal environment that nurtures your growing baby.

By Thomas R. Verny with Pamela Weintraub

Where do we first experience the nascent emotions of love, rejection, anxiety, and joy? In the first school we ever attend—in our mother’s womb. Naturally, the student brings into this situation certain genetic endowments: intelligence, talents, and preferences. However, the teacher’s personality exerts a powerful influence on the result. Is she interested, patient, and knowledgeable? Does she spend time with the student? Does she like him, love him? Does she enjoy teaching? Is she happy, sad, or distracted? Is the classroom quiet or noisy, too hot or too cold, a place of calm and tranquility or a cauldron of stress?

Numerous lines of evidence and hundreds of research studies have convinced me that it makes a difference whether we are conceived in love or in hate, anxiety or violence. It makes a difference whether the mother desires to be pregnant and wants to have a child or whether that child is unwanted. It makes a difference whether or not the mother feels supported by family and friends, is free of addictions, lives in a stable, stress-free environment, and receives good prenatal care.

All these things matter enormously, not so much by themselves but as part of the ongoing education of the unborn child."

www.draumafaeding.net

 

 

 


mbl.is Mikil vonbrigði meðal ljósmæðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullnægjandi Fæðingar

Ef þér væri tjáð að þú gætir nú upplifað mest líkamlegu-, tilfinningalegu- og andlega umbreytandi stund lífs þíns, og þér gefin uppskrift að henni, myndir þú neita?

- Elizabeth Davis, Ljósmóðir.

Hvað myndi gerast ef konum væri kennti að njóta fæðingarinnar til fulls, í stað þess að þurfa að “þola” hana?

Forvitin(n)? Þú verður ekki svikin(n) af þessu myndbandi


AMA að amast út í heimafæðingar

AMA, American Medical Association eru nú að agnúast út í heimafæðingar eftir myndina Business of Being Born. Nú þyrstir þá í að setja lög á heimafæðingar og hafa gefið út yfirlýsingar um að sjúkrahús sé besti og öruggasti staðurinn til að fæða barn sitt og verja sængurlegunni á. Þetta gerir AMA þrátt fyrir að hafa engar stórar, vel hannaðar rannsóknir til að halla sér að.

Hér má m.a. sjá frétt um málið.

Ég skil þá svo sem. Hvað eiga þeir að gera ef fleiri og fleiri konur kjósa að fæða í eigin krafti með ljósmæðrum og doulum? Hvergi í heiminum eru jafn margir fæðingarlæknar per höfðatölu, sem þýðir að jafn reynslulitlir fæðingarlæknar eru vanfundnir. Og hvergi í heiminum hafa jafn margir fæðingarlæknar jafn mikilla eiginhagsmuna að gæta.

www.draumafaeding.net/blogg/


Óhugnalegar snyrtivörur

Paraben eru rotvarnarefni sem eru notuð í flest allar snyrtivörur í heiminum (eftir nokkra apóteksrúnta fann ég bara 3 merki án þeirra:Villimey, Weleda og Purity Herbs), sem lengi hafa legið undir grun fyrir að hafa óæskileg áhrif á umhverfi og heilsu, hafa hormóntruflandi áhrif og þar af leiðandi leikur grunur á að þau hafi skaðleg áhrif á æxlunarfæri karla og kvenna.

Anna Maria Anderson við Kaupmannahafnarháskóla varar við notkun þeirra, sérstaklega á meðgöngu. Þeir brjóta sér leið í gegnum húðina og í kerfið og finnast bæði í legvatni og fóstri/barni. Afleiðingarnar geta verið varanlegar fyrir hinn viðkvæma líkamlega þroska barnsins. Hún ræður einnig frá ilmvatnsnotkun á meðgöngu v. aukinnar ofnæmishættu. Hún ráðleggur konum sem hyggja á barneignir að hætta nú þegar að nota snyrtivörur sem innihalda paraben og segir ennfremur að það sé sérstaklega á viku 8.-14. viku meðgöngunnar að fóstrið sé viðkvæmast fyrir parabenum.

Anna Maria Andersson, sem vinnur við að rannsaka æxlun karlmanna við Miðstöð Vaxtar og Æxlunar, segir frá rannsókn sem framkvæmd var á húðdeild Bispebjerg Sjúkrahúss í Kaupmannahöfn. Sem hluta af tilraun var hópur karla sem báru á sig krem sem innihéldu butylparaben, sem er 1 þeirra 6 efna sem grunuð eru um að vera hormóntruflandi.
Strax klukkutíma eftir að kremin voru borin var hægt að mæla aukið magn parabena í blóðinu, en magnið náði svo hámarki eftir 2-3 klukkustundir.

Andersson segir efnið því fara hratt í líkamann, en fer líka hratt út aftur. Hún segir konum ennfremur að halda ró sinni, hafi þær notað slíkar snyrtivörur á meðgöngu, en að hætta beri notkun þegar í stað.

Fengið frá Politiken.

Þetta minnir mig á að nú er komið sólarvarnar-tíð! Sólarvarnir innihalda mjög hátt hlutfall parabena, því hærri sem SPF faktorinn er, þeim mun meira magn parabena. Dönsk heilbrigðisyfirvöld hvetja til að forðast sólarvarnir sem innihalda parabena og að nóg sé að nota faktor 15 eða 20, fyrir börnin líka, en að smyrja ríkulega á sig.

www.draumafaeding.net/blogg


Bleiurýni - GADs Vasableia

GADs taubleiurnar eru alger “hittari” á þessu heimili. Þær eru þær taubleiur sem okkur líkar allra best við, þær eru taubleiurnar sem ég sel mest af og svo þykir mér ofsalega skemmtilegt að kaupa þær og nýt þess að eiga samskipti við Shannon Story, framleiðanda.

Fyrstu GADs voru keyptar fyrir 18 mánuðum, str. medium long, sem hún Kata hefur notað alla daga síðan.  Lesa alla færsluna


Satt

In study after study, respondents rate themselves as less racist than average, smarter than average, more generous than average.

Seth Godin

 

 


Konur að meikaða

Jan Tritten er ritstjóri og eigandi Midwiferytoday sem er tímarit fyrir alla fagaðila og áhugamenn á hinum ýmsum sviðum barneignaferlisins. Þetta er vægast sagt vönduð útgáfa sem hefur hreyft við þúsundum kvenna um heima allan. Midwifery Today stendur líka fyrir haldi á nokkrum árlegum ráðstefnum um málefnin, útum heim allan. Jan Tritten á mikið lof skilið fyrir þetta stórkostlega afrek!

 

Alexandra Pope vinnur mikið og þarft verk, kennir konum á tíðarhringinn og hina uppbyggjandi og jákvæðu möguleika sem í honum felast, í stað allra takmarkananna sem hingað til hefur verið einblínt á. Drekkið í ykkur fróðleik heimasíðu hennar, www.wildgeenie.com 

 

Íslenskar ljósmæður sameinuðust og settu upp fróðlega síðu, www.ljosmodir.is , en lengi hefur vantað síðu eins og hana hér á landi! Þær fá mikið lof fyrir þetta vandaða framtak!

 

Á horni Skólavörðustígs og Laugarvegs, nánar tiltekið á Laugarvegi 2, er Jurtaapótekið hennar Kolbrúnar Björnsdóttur, Grasalæknis, til húsa. Þetta er afar skemmtileg verslun og þar er að finna flest allt sem hugur minn girnist í þessum efnum :) www.jurtaapotek.is


Konur að gera góða hluti um heim allan!

Það er svo dásamlegt að sjá hve margar konur eru að gera frábæra hluti útum allt. Eins og þeir vita sem mig þekkja, þá hef ég unun af að vafra um netið og skoða athyglisverða hluti. Í dag ætlaði ég að blogga um aðferðir Gloriu Lemay við 3.stig fæðingar "The 30-Minute Third Stage" og fór að blaða í gegnum pósthólfið mitt í leit að þessum tiltekna pósti frá Frú Lemay. Ég las þetta og um mig fór auðvitað sæluhrollur. Í undirskriftinni hennar sá ég svo link á eina af heimsins dásamlegustu heimasíðu! www.consciouswoman.org Þarna er hægt að taka góð online námskeið hjá ofsalega færu fólki, m.a. Gloriu og Sarah J Buckley. Þessi síða er nýjasta æðið mitt.

Susun Weed er önnur frábær kona sem er að gera góða hluti. Ég á 2 af bókum hennar, Wise Woman Herbal Childbearing Years og Healing Wise. Þessar bækur eru í ofsalega miklu uppáhaldi hjá mér og hvet ég alla sem hafa áhuga á "self-healing" og jurtum að kynna sér bækur hennar og skrif. Fréttabréfið hennar er líka dásamlegt og svo eru þarna forums sem eru engu lík. Susun er alveg one of a kind og skrif hennar kalla alltaf fram hlátur hjá mér! Dásamlega klikkuð! 

 

Píkan eða www.yoni.com  er enn ein snilldin. Hún er stútfull af dásamlegum greinum, ljóðum og myndum. Eins er vefverslun sem er yfirfull af hryllilega töff hlutum, eins og píkupúðum/dúkkum, píkuveski, píkupennar, fatnaður etc. Það er ekki hægt annað en að elska hana!

 

To be continued! 

 


Fæðingarundirbúningur

Draumafæðing leitar kvenna sem hafa áhuga á að taka þátt í vönduðu námskeiði í fæðingarundirbúning.

  • Mikið og gott upplýsingaflæði - byggt á ára- og áratuga langri reynslu fagaðila á sviði meðgöngu, fæðinga og barna.
  • Hreyfing og öndun
  • Tengslamyndun við barnið
  • Sjálfstyrking
  • Virk þátttaka foreldra
  • Þarfir feðra fyrir aðra nálgun eru virtar og er unnið út frá starfi og hugmyndafræði Patrick Houser og Elmer Postle í Fathers House í Englandi
  • Athyglisverð fæðingarmyndbönd sem hreyfa við þér!

Hvar? Verðum á höfuðborgarsvæðinu
Hvenær? Sem allra fyrst, dagsetning verður ákveðin þegar hópurinn er verður settur saman. Er með konur á skrá sem eiga von á sér í lok sumars og langar að komast á námskeið núna.
Hverjir? Allir verðandi foreldrar sem hafa áhuga á að nálgast þetta viðfangsefni á lifandi, styrkjandi og fræðandi hátt.
Hve lengi? Við hittumst í 6 skipti, alls 22 klst, þar af 18 klst / 5 skipti fyrir fæðingu og einu sinni eftir að allir í hópnum hafa fætt. Feður eru með í 2 skipti.
Hvað kostar? 18.000 krónur

www.draumafaeding.net , eydis@draumafaeding.net

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Eydís Hentze Pétursdóttir

Höfundur

Eydís Hentze Pétursdóttir
Eydís Hentze Pétursdóttir

Ég starfa við fæðingahjálp þá er svipar til þeirrar er doulur og birthcoaches veita. Kannski er best að titla mig sem Fæðingacoach. Ég útskrifaðist úr námi Miu Jiaya, www.foedselscoach.dk sl. sumar. Mia Jiaya ásamt Binnie Dansby www.ecstaticbirth.com , Michel Odent og Jeannine Parvati Baker www.birthkeeper.com eru þeir aðilar sem ég hef hlotið einna mesta kennslu af.  Stærstu lærimeistarar mínir eru þó börnin mín, Marteinn, Regína og Katrín. Ég er einnig svo lánsöm að hafa hann Gumma minn mér við hlið í flestu sem ég geri. Hann er sambýlismaður minn, faðir barna minna, besti vinur minn og andlegur félagi. Við búum í Keflavík, nýlega flutt aftur eftir langa dvöl í Danmörku. Vinnan mín er mitt helsta áhugamál, en önnur eru jurtir, matseld, andleg iðkun og málefni og lestur.

www.draumafaeding.net 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband