Fögnuður

Í gær var hér fullt af góðu fólki og því fagnað að 7 ár voru liðin frá því að ég gafst upp fyrir sjálfri mér og tók nýja stefnu í lífinu. Mig langar að þakka ykkur öllum sem hingað komu, það var dásamlegt að sjá ykkur! María gaf mér m.a. fallegt kort og á því stóð: No road is long with good company. Þetta er svo satt, ég hef verið svo lánsöm að kynnast yndislegasta fólki í heimi á þessari göngu minni. Ég er uppfull af þakklæti núna. Ég hef verið að skoða undanfarin ár og er bara gráti næst! Mig óraði aldrei fyrir því að líf mitt yrði svona frábært! Hvar endar þetta eigilega? Það er alveg óhjákvæmilegt að hugsa til Kaupmannahafnar, tímans þar, fólksins þar. Fólkið sem hjálpaði mér að verða ég. Svo tók ekkert (mikið hahha) verra við hér :) Ég tel mig alltaf vita svo vel á hverju ég þarf að halda, hversvegna hitt og þetta er svona, svo kemst ég ótrúlega oft að því að mér skjátlaðist :)

Keep on rocking in the free world! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Til hamingju með gærdaginn

SigrúnSveitó, 4.6.2007 kl. 12:40

2 identicon

Til hamingju elskan mín, dásamlegt alveg hreint.

jóna björg (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 19:15

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

til hamingju með 7 ár, 7 sem er heilög tala, það byrjar sennilega ennþá nýtt tímabil núna fram fram fram, þangað sem þú villt.

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.6.2007 kl. 06:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eydís Hentze Pétursdóttir

Höfundur

Eydís Hentze Pétursdóttir
Eydís Hentze Pétursdóttir

Ég starfa við fæðingahjálp þá er svipar til þeirrar er doulur og birthcoaches veita. Kannski er best að titla mig sem Fæðingacoach. Ég útskrifaðist úr námi Miu Jiaya, www.foedselscoach.dk sl. sumar. Mia Jiaya ásamt Binnie Dansby www.ecstaticbirth.com , Michel Odent og Jeannine Parvati Baker www.birthkeeper.com eru þeir aðilar sem ég hef hlotið einna mesta kennslu af.  Stærstu lærimeistarar mínir eru þó börnin mín, Marteinn, Regína og Katrín. Ég er einnig svo lánsöm að hafa hann Gumma minn mér við hlið í flestu sem ég geri. Hann er sambýlismaður minn, faðir barna minna, besti vinur minn og andlegur félagi. Við búum í Keflavík, nýlega flutt aftur eftir langa dvöl í Danmörku. Vinnan mín er mitt helsta áhugamál, en önnur eru jurtir, matseld, andleg iðkun og málefni og lestur.

www.draumafaeding.net 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband