9.6.2007 | 18:23
Illgresi dagsins....
Er Haugarfi, þessi sem allir garðar eru fullir af, nema okkar sem er steingeldur. Stellaria Media er latneska heitið, Chickweed á ensku og Fuglegræs á dönsku.
Ég var í heimsókn hjá tengdó í gær og fékk smá arfasmakk hjá henni, hann er svo stór og flottur þessi sem hún er með. Jööömmmm segi ég nú bara, ótrúlega bragðgóður!
Hjá Susun Weed fann ég þessa uppskrift að Bacon, Chickweed and tomato sandwich: Steikið beikonið þar til það er stökkt, skerið niður þykkar sneiðar af tómötum. Blandið saman hreinni jógúrt og majó og smyrjið því á brauðið, raðið beikoni og tómötum á, ásamt helling af arfa. Þegar arfinn er týndur til matar og lækninga er best að taka með sér skæri og klippa hann í stað þess að rífa hann upp með rótum.
Um bloggið
Eydís Hentze Pétursdóttir
Tenglar
Aðrir bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.