19.6.2007 | 19:59
Heimurinn er fullur af fíflum
Þá meina ég Taraxacum off. Vegna ítrekaðra fyrirspurna (einmitt) ætla ég að taka mér það bessaleyfi að birta og þýða nokkrar uppskriftir af ýmsu sem inniheldur fífla, úr bókinni healing wise eftir Susun Weed.
Te af ferskum fíflablómum
Setjið handfylli af blómunum í bolla og hellið sjóðandio vatni yir, bragðbætið með hunangi. Drekkist til að bæta höfuðverk, bakverki, tíðarverki, magaverki og jafnvel depurð!
Fansí Fíflasalat
1 bolli fersk fíflablöð (týnist að vori eða hausti), 1 bolli salatkál, 1 harðsoðið egg, brauðteningar (croutons)
Dressing: !/4 bolli ólívuolía, 1msk tamari, 2tsk sítrónusafi.
Sjóðið egg og hreinsið grænmetið og þurrkið það. Skerið niður og setjið í fallega bláa eða rauða skál, skerið eggin í sneiðar og setjið í, bætið dressingunni útá ásamt croutons og skreytið með ætum blómum. Skammtur fyrir 4-6
Fíflanúðlur
2 bollar söxuð fíflablöð, 1 bolli sjóðandi vatn, 1og 3/4 bollar hveiti, 1 egg vel hrært.
Eldið fíflablöðin í vatni þar til þau eru vel lin, 15-20mín. Takið blöðin úr vatninu en geymið soðið. Setjið hveiti og egg saman við laufin og bætið svo soði við þar til úr verður mjög "stíft" deig. Sáldrið hveiti á yfirborð og fletjið deigið þunnt út. Látið þorna í 2-4 tíma. Skerið í núðlur, sjóðið í um 30mín í söltuðu vatni. Berið fram með sauté af garðagrænmeti (og illgresi). Skammtur fyrir 6
Fíflablómamorgunverður
2 bollar fíflablómahnappar, 1/2 bolli vatn eða smjör, 1/2 saxaður laukur, 2 msk ólívuolía, 3msk heilhveiti, 1 bolli mjólk eða vatn, 1 bolli ostur, 4 sneiðar grót brauð, 4egg í hræreggi.
Sjóðið blómahnappana í vatninu í 3-5mín eða steikið uppúr smjörinu (þeir blómstra stundum við þetta). Geymið. Gerið sósu; steikið laukinn í olíunni þar til hann er mjúkur, sáldrið hveitinu yfir og hrærið í mínútu eða tvær og bætið þá mjólk/vatni varlega við. Svo fer osturinn saman við. Saltið eftir smekk. Leyfið að malla og hrærið í þar til þetta er orðið þykkt. Það má geyma sósuna í kæli yfir nótt. Bætið blómahnöppum saman við heita sósuna. Ristið brauð og setjið hræregg á, bætið blómahnappasósunni yfir. Skreytið með fjólum. Skammtur fyrir 4.
Fast Flower Fritters
1 bolli heilhveiti, 2 tsk lytiduft, örlítið alt, 1 egg, 1/2 bolli mjólk eða vatn, 2 msk ólívuolía, 1 bolli af gulum hluta blómanna (já rífið þetta gula af).
Hrærið saman þurrefnum. Hrærið saman eggjunum og bætið vökvanum og olíunni saman við. blandið við þurrefnin. Bætið við blóma"gulunni". Steikið eins og pönnukökur.Berið fram vel heitt með sultu, sýrópi og/eða smjöri. Ríflegur skammtur fyrir 2.
Stir-fry Fíflarætur:
475gr ungar fíflarætur, 170gr sveppir, 1 bolli smátt skorinn laukur, 4 saxaðir hvítlauksgeirar, 3 msk ólívuolía, 3 msk tamari, 1 msk dökk sesamolía.
Þvoið og skerið rætur (með blöðum á, týndar að vori), þurrkið svo. Steikið laukinn á pönnu ásamt sveppunum í olíunni (ég er sjál samt hrifnust af smjöri til steikinga), bætið í hvítlauk og rótum með laufum og látið malla í 5-10 mín undir loki, hrærið í við og við. Þetta er tilbúið þegar allt er orðið mjúkt og fínt. Slökkvið undir og bætið við tamari og dökku sesamolíunni. Látið standa í 1-2mín áður en þetta er borið fram. Skammtur fyrir 4.
Standard greens með alþjóðlegum blæ
Á mann: 1 bolli fíflablöð, 1/4 bolli vatn í potti. Þvoið blöðin vel og skerið gróflega, setjið í pott með vatni, látið suðuna koma upp, lækkið hitann og eldið eftir smekk, sumir vilja hafa laufin stinn og aðrir vilja hafa þau mjúk og lin.
Franskt: Bætið hvítlauk við tveimur mín fyrir lok suðutímans, berið fram með ólívuolíu, góðu salti og ferskum pipar.
Enskt: Bætið við matskeið af ediki á soðnu laufin ásamt smá dassi a salti
Rússneskt: Berið soðin laufin fram með sýrðum rjóma ofaná þeim og þunnum hringsneiðum af lauk.
Þýskt: Bætið við smjöri og smátt skornum harðsoðnum eggjum þegar lauin eru borin fram.
Suðurríkja: Sjóðið laufin mjög vel ásamt skinkubita eða saltkjötsbita.
New York: Steikið eina bacon sneið fyrir hvern skammt og myljið yfir soðin laufin.
Vetrarsúpa
1 bolli þurrkaðar baunir, 1 lítri vatn, 2 bollar smátt skorin laukur, 2msk ólívuolía, 1 bolli fersk fíflarót eða þá 1/4 bolli þurrkuð, 1 bolli smátt skornar gulrætur gjarnan villtar eða úr garðinum, 1/2 bolli þurrkaður þari/söl, 2 lítrar vatn, salt til að bragðbæta, 1 msk miso.
Baunir lagðar í bleyti í 1 lítra af vatni yfir nótt. Takið vökvann frá og vökvið blóminn ykkar með vatninu. Brúnið laukinn í olíu í súpupotti, bætið við baunum, skornum rótum, þara/söl, vatni. Setjið lok á og malla í rólegheitunum í nokkra klukkutíma. Áður en súpan er borin fram á a þynna miso með soði og bæta svo í súpuna. Skammtur ffyrir 3-6
Svo nenni ég ekki meira í bili :)
Um bloggið
Eydís Hentze Pétursdóttir
Tenglar
Aðrir bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá þú ert frábær.
Magga Helga (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 00:13
Vó! Ég er ekki hissa á því að hvolpurinn minn sé sólginn í fíflana. Ótrúlega flottar uppskriftir! Æðislegt!
Ester Júlía, 20.6.2007 kl. 07:49
Hvernig er það, eru fíflar ekki vondir á bragðið? Man bara þegar ég var lítil og fékk fíflamjólk upp í mig, bvdr
jóna björg (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 13:35
Gaman að sjá uppskriftirnar og fróðleikinn sem þú setur inn um jurtirnar og gaman að sjá að fólk er að nota jurtirnar okkar svona dags daglega.
Seiðkona (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 06:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.