6.7.2007 | 15:42
Fyrsti hópurinn minn!
Nú er fyrsti hópurinn minn hérna á Íslandi að klára, eigum bara efftir að hittast einu sinni enn! Ómæ ómæ! Ég hefði varla geta fengið betri hóp af konum og mönnum. Öll svo til í að tileinka sér nýja hluti, deila ríkulega af sér og elskuleg í alla staði :) Það er svo gaman að fylgjast með konunum koma inn og vita varla í hvorn fótinn þær eiga að stíga og sjá þær svo vaxa (andlega og líkamlega) með hverri vikunni. Dásamlegt alveg.
Svo var umjöllun um heimafæðingar í DV í dag. Rosalega var gaman að lesa viðtalið við fjölskylduna og eins hana Áslaugu Hauks. Jórunn, konan sem fæddi heima, sagði að hún færi ekki aftur á sjúkrahús til að fæða. Verð að taka undir þetta með henni. Það jafnast ekkert á við heimafæðingu! Ég er ekki að segja að sjúkrahúsfæðing geti ekki verið eflandi og góð reynsla, alls ekki. Heimafæðingar eru bara allt öðruvísi og mér finnst best að eiga heima. Samt er kvótanum náð hjá mér, ekki fleiri börn á leiðinni hérna :)
Ég vona svo sannarlega að draumur Áslaugar um að vera með stofu rætist von bráðar, konur hafa þörf fyrir þetta. Konur verða að fá aukna samfellu í þjónustuna, hún verður að verða persónulegri. Það hefur svo lengi verið vitað hverju það skilar í hinn endann. Til lengra tíma litið mun það spara ríkinu ófáa aura. Svo ég tali nú ekki um ef fræðslan og kynningar á heimafæðingum aukast enn frekar, en eins og Áslaug Hauks benti svo réttilega á, þá kostar heimafæðing þriðjung af því sem fæðing á hátæknisjúkrahúsi kostar.
Að lokum fjallaði svo ljósmóðir um vatnsfæðingar og var það faglega gert. Langar að benda á góðar uppl. um vatnsfæðingar hjá Barböru Harper vinkonu minni á www.waterbirth.org. Yngsta dóttir mín er fædd í vatni heima í stofu, synti í hendur pabba síns og stóra bróður, þvílíkur lúxus!
Um bloggið
Eydís Hentze Pétursdóttir
Tenglar
Aðrir bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef að ég myndi einhvern tíma eignast annað barn þá yrði það heima. Síðasta barn fæddist í vatni og það var æðisleg lífreynsla.
Ragga (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 16:19
það er svo gott þegar möguleikar fyrir val er svona ríkt. að geta valið hvernig maður fæðir, og hvar börnin eru á barna eimili og fl og fl.
Ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.7.2007 kl. 07:31
Ooo hvað ég öfunda konur sem fá að eiga heima hjá sér við sem eðlilegastar aðstæður. Ég hef átt þrjú börn og var sett af stað með þau öll. Ekkert eðlilegt við það . En svona er lífið , ég á þó þrjú heilbrigð börn .
Ester Júlía, 11.7.2007 kl. 21:13
Hæ hæ Eydís,
Innilega til hamingju með allt saman. Það er ekki spurning að ég mun hafa samband þegar að ég fer næst af stað. Já já og fyrir það líka hahaha. Knús frá okkur Sigga til ykkar ;c)
Kveðja Bryndís
Bryndís (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.