Sunnudagur

Í morgunn, einhverntíman um 9 leytið að ég hygg, kom til mín nuddari. Uppáhalds nuddarinn minn. Hún vakti mig varla, lét mig vita á sinn rómaða blíða hátt, að nú fengi ég nudd. Og hún nuddaði mig í 1 og 1/2 tíma með vöðvanærandi, heimalöguðu fíflablómaolíunni minni. Bara inni í rúminu mínu. Eftir nuddið bað hún mig bara að liggja og slaka á eins lengi og ég þyrfti, hún skyldi sjá um heimilið á meðan. Svo kom Gummi inn eftir skipun nuddarans, hann átti víst að liggja og kúra hjá mér. Við reyndar sofnuðum strax. Ég vaknaði klukkan 11:40 og mín biðu dýrindis sykurlausar speltvöfflur. Eftir að borða nokkrar, sinna börnunum og svona, lét ég renna í sjóðheitt bað og klukkan 12:30 vakti ég Gumma. Ég setti blöndu af hunangi, rjóma og Myrtle ilmkjarnaolíu í baðið. Regína mín kom svo inn og nuddaði mig :)  Ég væri alveg til í að fleiri dagar myndu byrja svona.

Nuddarinn er Karen Marie , kollegi minn og eigandi hinnar dönsku Draumafæðingar. Hún var gestur okkar þessa helgina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohhh en dásamlegt. Það eru forréttindi að eiga góða vini  

Kannski spurning um að benda góðu vinkonunum á þessa færslu hahaha, já já ég veit, eða vera ein sjálf

Knús til ykkar frá Selfossinum

Bryndís (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eydís Hentze Pétursdóttir

Höfundur

Eydís Hentze Pétursdóttir
Eydís Hentze Pétursdóttir

Ég starfa við fæðingahjálp þá er svipar til þeirrar er doulur og birthcoaches veita. Kannski er best að titla mig sem Fæðingacoach. Ég útskrifaðist úr námi Miu Jiaya, www.foedselscoach.dk sl. sumar. Mia Jiaya ásamt Binnie Dansby www.ecstaticbirth.com , Michel Odent og Jeannine Parvati Baker www.birthkeeper.com eru þeir aðilar sem ég hef hlotið einna mesta kennslu af.  Stærstu lærimeistarar mínir eru þó börnin mín, Marteinn, Regína og Katrín. Ég er einnig svo lánsöm að hafa hann Gumma minn mér við hlið í flestu sem ég geri. Hann er sambýlismaður minn, faðir barna minna, besti vinur minn og andlegur félagi. Við búum í Keflavík, nýlega flutt aftur eftir langa dvöl í Danmörku. Vinnan mín er mitt helsta áhugamál, en önnur eru jurtir, matseld, andleg iðkun og málefni og lestur.

www.draumafaeding.net 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband