5.8.2007 | 15:25
Sunnudagur
Í morgunn, einhverntíman um 9 leytið að ég hygg, kom til mín nuddari. Uppáhalds nuddarinn minn. Hún vakti mig varla, lét mig vita á sinn rómaða blíða hátt, að nú fengi ég nudd. Og hún nuddaði mig í 1 og 1/2 tíma með vöðvanærandi, heimalöguðu fíflablómaolíunni minni. Bara inni í rúminu mínu. Eftir nuddið bað hún mig bara að liggja og slaka á eins lengi og ég þyrfti, hún skyldi sjá um heimilið á meðan. Svo kom Gummi inn eftir skipun nuddarans, hann átti víst að liggja og kúra hjá mér. Við reyndar sofnuðum strax. Ég vaknaði klukkan 11:40 og mín biðu dýrindis sykurlausar speltvöfflur. Eftir að borða nokkrar, sinna börnunum og svona, lét ég renna í sjóðheitt bað og klukkan 12:30 vakti ég Gumma. Ég setti blöndu af hunangi, rjóma og Myrtle ilmkjarnaolíu í baðið. Regína mín kom svo inn og nuddaði mig :) Ég væri alveg til í að fleiri dagar myndu byrja svona.
Nuddarinn er Karen Marie , kollegi minn og eigandi hinnar dönsku Draumafæðingar. Hún var gestur okkar þessa helgina.
Um bloggið
Eydís Hentze Pétursdóttir
Tenglar
Aðrir bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ohhh en dásamlegt. Það eru forréttindi að eiga góða vini
Kannski spurning um að benda góðu vinkonunum á þessa færslu hahaha, já já ég veit, eða vera ein sjálf
Knús til ykkar frá Selfossinum
Bryndís (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.