Hreyfingar í móðurkviði sem tjáning

Samskiptahæfni barna okkar, strax í móðurkviði, er gríðarleg. Oft er erfitt að gera sér nákvæma grein fyrir hve yfirgripsmikil hún er. Sannfæring margra er sú að allar mæður búi yfir þessari vitneskju og taki þátt í þessum samskiptum, án þess að gera sér endilega grein fyrir því. Með nýstárlegri tækni á borð við ómskoðunartækni (sónar) hefur okkur gefist einstakt tækifæri til að skyggnast betur í þennan dularfulla heim sem barnið okkar lifir í fyrir fæðingu.

Huglægar myndir
Á einhverjum tímapunkti meðgöngunnar fara flest allar, ef ekki allar mæður, að finna fyrir ákveðinni reglu á hreyfingum barnsins. Yfirleitt þegar móðirin leggst í rúmið á kvöldin, eða sest í sófann og slakar á í lok dags, finnur hún fyrir auknum hreyfingum. Fjörugar hreyfingarnar eru vel til þess fallnar að ná athygli móðurinnar. Undantekningarlaust bregst móðirin við og leggur hendi á magann. Stundum er pabba eða öðrum ástvini boðið að vera með. Þá talar móðirin/faðirinn oft við barnið á þessum stundum, eða syngja fyrir það. Oftar en ekki er brosað, hlegið og flissað. Móðir/faðir nota þessa stund til að skapa sér mynd af barninu. Hvernig lítur það út? Hvort ætli barnið muni mest líkjast mömmu sinni eða pabba? Verður það kannski alveg eins og stóri bróðir? Er þetta kannski lítil stelpa? Lítill strákur? Í samtölum mínum við mæður hef ég tekið eftir að allar þeirra hafa myndað sér einhverskonar hugmynd um persónuleika barnsins útfrá hreyfingum þess. Allar hafa haft rétt fyrir sér að einhverju leyti eða öllu.


Barnið lætur vita

Flestar mæður velta líka fyrir sér, hvort sem þær gera sér grein fyrir því eða ekki, hvað spörkin þýða. Stundum eiga þær erfitt með að átta sig á því hvort kröftuga sparkið sem þær finna núna, sé mótmæli við einhverjum óþægindum eða vegna þess að barnið vill fanga athygli móður sinnar af öðrum ástæðum. Kannski er litla ófædda barnið að segja ástkærri móður sinni hve vel hún hugsar um það, hve vel hún næri það og hve kröftugt það sé orðið vegna þessa.
Einhvernvegin virðast mæður samt oft þekkja muninn á t.d. kröftugum spörkum barnsins síns. Barnið getur til dæmis sýnt afar sterk viðbrögð við ákveðinni tónlist og móðirin veit með innsæi sínu að barninu líkar ekki tónlistin. Barnið getur sýnt, að því er virðist, sömu viðbrögð við annarri tónlist, en móðirin veit samt að barninu líkar þessi tónlist. Það er gaman að velta fyrir hvað á sér stað í þessum samskiptum. Er það tónlistarsmekkur móður sem hefur áhrif? Hugarástand hennar á þeim tíma? Eða greinir hún önnur blæbrigði í hreyfingum barnsins, sem fyrir hana, virðist í fyrstu vera eins?
Þunnt er móðureyrað.

Tilraunastarfsemin
Foreldrar ættu að vera óhræddir við að gera tilraunir með samskiptahæfileika barnanna í móðurkviði. Finnið saman góðan tíma, t.d. þann tíma sem barnið er sem virkast. Þrýstið nokkrum fingrum annarrar handar þétt á nafla móður, eða jafnvel annan stað, en hafið alltaf sama stað. Ýtið inn og sleppið eftir nokkrar sekúndur, eins er hægt að ýta stutt nokkrum sinnum í röð. Bíðið svo eftir viðbrögðum barnsins. Kannski bregst barnið ekki við fyrstu skiptin, en prófið að halda áfram nokkra daga í röð. Margar mæður hafa reynslu af að brátt fer barnið að leitast við að sparka í höndina, nudda sér í hana eða þrýsta einhverjum líkamshluta að hendinni. Sumar mæður hafa líka reynslu af að með tíð og tíma, þegar þær setjast niður til að slaka á, að barnið byrji að leita á þennan ákveðna stað af fyrra bragði. Þetta gerist líka þegar móðirin hefur verið mikið upptekin um tíma og barnið kallar á athygli móður sinnar.
Eins er hægt að gera sömu tilraunir, en með hljóð í stað þess að þrýsta á magann. Þá getur t.d. faðirinn talað við barnið.


Uppskera foreldra sem eru meðvitaðir um samskiptin milli sín og barnsins, er ríkuleg. Helst bera að nefna aukna næmni fyrir látbragði og annarri tjáningu barnsins, þar af leiðandi þörfum þess. Börnin eru óhræddari við að tjá sig á skilvirkan hátt og er auðvelt að freistast til að draga þá ályktun að í kjölfarið aukist öryggiskennd barns og foreldra.









 








« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eydís Hentze Pétursdóttir

Höfundur

Eydís Hentze Pétursdóttir
Eydís Hentze Pétursdóttir

Ég starfa við fæðingahjálp þá er svipar til þeirrar er doulur og birthcoaches veita. Kannski er best að titla mig sem Fæðingacoach. Ég útskrifaðist úr námi Miu Jiaya, www.foedselscoach.dk sl. sumar. Mia Jiaya ásamt Binnie Dansby www.ecstaticbirth.com , Michel Odent og Jeannine Parvati Baker www.birthkeeper.com eru þeir aðilar sem ég hef hlotið einna mesta kennslu af.  Stærstu lærimeistarar mínir eru þó börnin mín, Marteinn, Regína og Katrín. Ég er einnig svo lánsöm að hafa hann Gumma minn mér við hlið í flestu sem ég geri. Hann er sambýlismaður minn, faðir barna minna, besti vinur minn og andlegur félagi. Við búum í Keflavík, nýlega flutt aftur eftir langa dvöl í Danmörku. Vinnan mín er mitt helsta áhugamál, en önnur eru jurtir, matseld, andleg iðkun og málefni og lestur.

www.draumafaeding.net 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband