11.6.2008 | 10:22
Konur að gera góða hluti um heim allan!
Það er svo dásamlegt að sjá hve margar konur eru að gera frábæra hluti útum allt. Eins og þeir vita sem mig þekkja, þá hef ég unun af að vafra um netið og skoða athyglisverða hluti. Í dag ætlaði ég að blogga um aðferðir Gloriu Lemay við 3.stig fæðingar "The 30-Minute Third Stage" og fór að blaða í gegnum pósthólfið mitt í leit að þessum tiltekna pósti frá Frú Lemay. Ég las þetta og um mig fór auðvitað sæluhrollur. Í undirskriftinni hennar sá ég svo link á eina af heimsins dásamlegustu heimasíðu! www.consciouswoman.org Þarna er hægt að taka góð online námskeið hjá ofsalega færu fólki, m.a. Gloriu og Sarah J Buckley. Þessi síða er nýjasta æðið mitt.
Susun Weed er önnur frábær kona sem er að gera góða hluti. Ég á 2 af bókum hennar, Wise Woman Herbal Childbearing Years og Healing Wise. Þessar bækur eru í ofsalega miklu uppáhaldi hjá mér og hvet ég alla sem hafa áhuga á "self-healing" og jurtum að kynna sér bækur hennar og skrif. Fréttabréfið hennar er líka dásamlegt og svo eru þarna forums sem eru engu lík. Susun er alveg one of a kind og skrif hennar kalla alltaf fram hlátur hjá mér! Dásamlega klikkuð!
Píkan eða www.yoni.com er enn ein snilldin. Hún er stútfull af dásamlegum greinum, ljóðum og myndum. Eins er vefverslun sem er yfirfull af hryllilega töff hlutum, eins og píkupúðum/dúkkum, píkuveski, píkupennar, fatnaður etc. Það er ekki hægt annað en að elska hana!
To be continued!
Um bloggið
Eydís Hentze Pétursdóttir
Tenglar
Aðrir bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.