24.9.2008 | 10:48
Er þetta grín?
Þessi fréttamennska er náttúrulega bara stórkostleg.
"Fregnir berast frá útlöndum" Er blaðamaðurinn 8 ára?
"heldur vilji mæðurnar ekki ganga í gegnum eðlilega fæðingu" Eðlilega fæðingu eins og í..... Hvað er eðlilegt við stóran hluta af fæðingum, annað en að barnið fæðist í gegnum leggöng?
"Ljósmæður og fagfólk benda konum ítrekað á að leggöng megi þjálfa í form eftir fæðingu" Undarlegt orðalag, hef aldrei heyrt neinn þjálfa leggöng í form.
"og mikil víkkun þeirra sé tímabundið ástand" ég spyr eins og kjáni sem hef fætt þrjú börn um leggöng, hvað er átt við með tímabundið ástand í þessu tilfelli? Er það ekki svona ofsalega tímabundið að það tekur því varla að nefna það? Mikil víkkun á sér stað meðan barnið færist niður fæðingarveginn og max nokkra daga á eftir. Mesta víkkunin gengur saman um leið og barnið er fætt.
"og á þá staðreynd að keisaraskurður sé aðgerð og inngrip í eðlilegt, lífrænt ferli." Er ekki svolítið lágmark að tilgreina hvurslags inngrip þetta sé í hið líffræðilega (blaðamaður segir lífrænt) ferli? Er ekki líka svolítið lágmark að fara aðeins ofan í saumana á aðgerðinni vs. fæðingu um leggöng?
Æ, mér leiðist svona fréttamennska.
![]() |
Valkeisarafæðingar færast í aukana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Eydís Hentze Pétursdóttir
Tenglar
Aðrir bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 19808
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
úff, vond frétt. En ég er hætt að gera miklar kröfur á mbl.is.
Júlíana , 24.9.2008 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.