Er þetta grín?

Þessi fréttamennska er náttúrulega bara stórkostleg.

"Fregnir berast frá útlöndum" Er blaðamaðurinn 8 ára?

"heldur vilji mæðurnar ekki ganga í gegnum eðlilega fæðingu" Eðlilega fæðingu eins og í..... Hvað er eðlilegt við stóran hluta af fæðingum, annað en að barnið fæðist í gegnum leggöng?

"Ljósmæður og fagfólk benda konum ítrekað á að leggöng megi þjálfa í form eftir fæðingu" Undarlegt orðalag, hef aldrei heyrt neinn þjálfa leggöng í form.

"og mikil víkkun þeirra sé tímabundið ástand" ég spyr eins og kjáni sem hef fætt þrjú börn um leggöng, hvað er átt við með tímabundið ástand í þessu tilfelli? Er það ekki svona ofsalega tímabundið að það tekur því varla að nefna það? Mikil víkkun á sér stað meðan barnið færist niður fæðingarveginn og max nokkra daga á eftir. Mesta víkkunin gengur saman um leið og barnið er fætt.

"og á þá staðreynd að keisaraskurður sé aðgerð og inngrip í eðlilegt, lífrænt ferli." Er ekki svolítið lágmark að tilgreina hvurslags inngrip þetta sé í hið líffræðilega (blaðamaður segir lífrænt) ferli? Er ekki líka svolítið lágmark að fara aðeins ofan í saumana á aðgerðinni vs. fæðingu um leggöng?

 

Æ, mér leiðist svona fréttamennska.


mbl.is Valkeisarafæðingar færast í aukana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíana

úff,  vond frétt. En ég er hætt að gera miklar kröfur á mbl.is.

Júlíana , 24.9.2008 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eydís Hentze Pétursdóttir

Höfundur

Eydís Hentze Pétursdóttir
Eydís Hentze Pétursdóttir

Ég starfa við fæðingahjálp þá er svipar til þeirrar er doulur og birthcoaches veita. Kannski er best að titla mig sem Fæðingacoach. Ég útskrifaðist úr námi Miu Jiaya, www.foedselscoach.dk sl. sumar. Mia Jiaya ásamt Binnie Dansby www.ecstaticbirth.com , Michel Odent og Jeannine Parvati Baker www.birthkeeper.com eru þeir aðilar sem ég hef hlotið einna mesta kennslu af.  Stærstu lærimeistarar mínir eru þó börnin mín, Marteinn, Regína og Katrín. Ég er einnig svo lánsöm að hafa hann Gumma minn mér við hlið í flestu sem ég geri. Hann er sambýlismaður minn, faðir barna minna, besti vinur minn og andlegur félagi. Við búum í Keflavík, nýlega flutt aftur eftir langa dvöl í Danmörku. Vinnan mín er mitt helsta áhugamál, en önnur eru jurtir, matseld, andleg iðkun og málefni og lestur.

www.draumafaeding.net 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 19808

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband