Óhugnalegar snyrtivörur

Paraben eru rotvarnarefni sem eru notuð í flest allar snyrtivörur í heiminum (eftir nokkra apóteksrúnta fann ég bara 3 merki án þeirra:Villimey, Weleda og Purity Herbs), sem lengi hafa legið undir grun fyrir að hafa óæskileg áhrif á umhverfi og heilsu, hafa hormóntruflandi áhrif og þar af leiðandi leikur grunur á að þau hafi skaðleg áhrif á æxlunarfæri karla og kvenna.

Anna Maria Anderson við Kaupmannahafnarháskóla varar við notkun þeirra, sérstaklega á meðgöngu. Þeir brjóta sér leið í gegnum húðina og í kerfið og finnast bæði í legvatni og fóstri/barni. Afleiðingarnar geta verið varanlegar fyrir hinn viðkvæma líkamlega þroska barnsins. Hún ræður einnig frá ilmvatnsnotkun á meðgöngu v. aukinnar ofnæmishættu. Hún ráðleggur konum sem hyggja á barneignir að hætta nú þegar að nota snyrtivörur sem innihalda paraben og segir ennfremur að það sé sérstaklega á viku 8.-14. viku meðgöngunnar að fóstrið sé viðkvæmast fyrir parabenum.

Anna Maria Andersson, sem vinnur við að rannsaka æxlun karlmanna við Miðstöð Vaxtar og Æxlunar, segir frá rannsókn sem framkvæmd var á húðdeild Bispebjerg Sjúkrahúss í Kaupmannahöfn. Sem hluta af tilraun var hópur karla sem báru á sig krem sem innihéldu butylparaben, sem er 1 þeirra 6 efna sem grunuð eru um að vera hormóntruflandi.
Strax klukkutíma eftir að kremin voru borin var hægt að mæla aukið magn parabena í blóðinu, en magnið náði svo hámarki eftir 2-3 klukkustundir.

Andersson segir efnið því fara hratt í líkamann, en fer líka hratt út aftur. Hún segir konum ennfremur að halda ró sinni, hafi þær notað slíkar snyrtivörur á meðgöngu, en að hætta beri notkun þegar í stað.

Fengið frá Politiken.

Þetta minnir mig á að nú er komið sólarvarnar-tíð! Sólarvarnir innihalda mjög hátt hlutfall parabena, því hærri sem SPF faktorinn er, þeim mun meira magn parabena. Dönsk heilbrigðisyfirvöld hvetja til að forðast sólarvarnir sem innihalda parabena og að nóg sé að nota faktor 15 eða 20, fyrir börnin líka, en að smyrja ríkulega á sig.

www.draumafaeding.net/blogg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir þetta Eydís. Afar fróðlegt og gagnlegt ekki síður

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.6.2008 kl. 01:42

2 Smámynd: Ester Júlía

Þetta var fróðleg grein!!  Takk kærlega. Nú ætla ég að fara að athuga með mínar snyrtivörur og sólarvarnir hvort Parabena finnist í þeim. 

Ester Júlía, 23.6.2008 kl. 13:26

3 identicon

Takk kærlega fyrir þetta, ég er einmitt á leið að kaupa sólarvörn fyrir drengina mína. Veistu nokkuð um vörn á parabena?

Ragga (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 15:17

4 Smámynd: Eydís Hentze Pétursdóttir

Enna

Ég er með ofsalega viðkvæma húð og er helst að nota Weleda. en í sannleika satt þá þoli ég ekki allar Weleda vörurnar í andlitið. Ég þoli eiginlega ekkert í andlitið. Það besta sem ég hef notað í andlitið er kókosolía á kvöldin. Þá skrubba ég húðina með epsomsalti, sem hreinsar hana líka ofsalega vel, og set svo þunnt lag af kókosolú á hana. Ég er bólulaus og mjúk eins og barnarass í framan. Ég geri þetta á kvöldin, þá fær olían tækifæri til að smjúga í húðina og ég þarf ekkert að bera á mig að morgni. Er að fara að kaupa mér meira af þessu, er orðin bólugrafin í framan eftir öll kremin :)

Þið hin, Weleda og Green people eru meðal þeirra sem eru með parabena fríar sólarvarnir. Las á síðu hjá lyfjastfofnun að það væri stórlega ýkt hve sterka sólarvörn þyrfti, þessar allra sterkustu veita oft ekki nema 2% betri vörn en spf 20

 

Eydís Hentze Pétursdóttir, 26.6.2008 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eydís Hentze Pétursdóttir

Höfundur

Eydís Hentze Pétursdóttir
Eydís Hentze Pétursdóttir

Ég starfa við fæðingahjálp þá er svipar til þeirrar er doulur og birthcoaches veita. Kannski er best að titla mig sem Fæðingacoach. Ég útskrifaðist úr námi Miu Jiaya, www.foedselscoach.dk sl. sumar. Mia Jiaya ásamt Binnie Dansby www.ecstaticbirth.com , Michel Odent og Jeannine Parvati Baker www.birthkeeper.com eru þeir aðilar sem ég hef hlotið einna mesta kennslu af.  Stærstu lærimeistarar mínir eru þó börnin mín, Marteinn, Regína og Katrín. Ég er einnig svo lánsöm að hafa hann Gumma minn mér við hlið í flestu sem ég geri. Hann er sambýlismaður minn, faðir barna minna, besti vinur minn og andlegur félagi. Við búum í Keflavík, nýlega flutt aftur eftir langa dvöl í Danmörku. Vinnan mín er mitt helsta áhugamál, en önnur eru jurtir, matseld, andleg iðkun og málefni og lestur.

www.draumafaeding.net 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 19638

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband