Ben & Jerrys

PETA bað félagana Ben og Jerry að gera slíkt hið sama við ísana sína, samkvæmt fréttum frá CNN. Þeim fannst hugmyndin vissulega góð, en fannst ekki fallegt að taka brjóstamjólkina frá börnunum.

Ég játa fúslega að í fyrstu fannst mér hugmyndin galin og ekki sérlega geðsleg. En hversvegna fannst mér þá geðslegra nokkru seinna og þamba beljumjólk með bollunum mínum? Núna finnst mér þetta kúl, þetta er þróunin sem blívur.


mbl.is Súpa með brjóstamjólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta grín?

Þessi fréttamennska er náttúrulega bara stórkostleg.

"Fregnir berast frá útlöndum" Er blaðamaðurinn 8 ára?

"heldur vilji mæðurnar ekki ganga í gegnum eðlilega fæðingu" Eðlilega fæðingu eins og í..... Hvað er eðlilegt við stóran hluta af fæðingum, annað en að barnið fæðist í gegnum leggöng?

"Ljósmæður og fagfólk benda konum ítrekað á að leggöng megi þjálfa í form eftir fæðingu" Undarlegt orðalag, hef aldrei heyrt neinn þjálfa leggöng í form.

"og mikil víkkun þeirra sé tímabundið ástand" ég spyr eins og kjáni sem hef fætt þrjú börn um leggöng, hvað er átt við með tímabundið ástand í þessu tilfelli? Er það ekki svona ofsalega tímabundið að það tekur því varla að nefna það? Mikil víkkun á sér stað meðan barnið færist niður fæðingarveginn og max nokkra daga á eftir. Mesta víkkunin gengur saman um leið og barnið er fætt.

"og á þá staðreynd að keisaraskurður sé aðgerð og inngrip í eðlilegt, lífrænt ferli." Er ekki svolítið lágmark að tilgreina hvurslags inngrip þetta sé í hið líffræðilega (blaðamaður segir lífrænt) ferli? Er ekki líka svolítið lágmark að fara aðeins ofan í saumana á aðgerðinni vs. fæðingu um leggöng?

 

Æ, mér leiðist svona fréttamennska.


mbl.is Valkeisarafæðingar færast í aukana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin styður ljósmæður

Þjóðin styður ljósmæður
Austurvelli, 5. september kl. 12.15

Verkfall ljósmæðra er skollið á. Ríkisstjórnin axlar ekki ábyrgð og gerir þar með yfirlýsingar og fyrirheit að engu. Stjórnarsáttmálinn er marklaust plagg. Þarfir barnshafandi kvenna skipta ekki máli og störf ljósmæðra eru lítils virði.

Þó málið varði fyrst og fremst barnshafandi konur og hið nýja líf sem þær bera í skauti sér, þá snúast störf ljósmæðra um framtíð þessa lands í heild sinni. Ekkert er mikilvægara en endurnýjun þjóðarinnar. Til að hún geti orðið með eðlilegum hætti verður að tryggja þjónustu ljósmæðra nú og um aldir alda.

Ljóst er að þjóðin stendur með ljósmæðrum. Kennarar, hjúkrunarfræðingar, læknar og flugfreyjur hafa sent frá sér stuðningsyfirlýsingar, auk fjölda félaga- og hagsmunasamtaka. Fram til þessa hafa konur á barneignaraldri verið í framvarðarsveit stuðningsfólks sem er eðlilegt. Nú er þó svo komið að þjóðin öll verður að láta í sér heyra. Öll höfum við fæðst. Mætum á Austurvöll kl. 12.15 og styðjum kjarabaráttu ljósmæðra.

Samstaðan er studd af eftirfarandi samtökum: Femínistafélagi Íslands, Kvenréttindafélagi Íslands, Flugfreyjufélagi Íslands, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, BHM, Læknafélagi Íslands, Kennarasambandi Íslands, Landssambandi Framsóknarkvenna, Vinstrihreyfingunni grænu framboði og Ljósmæðrafélagi Íslands.


Gat verið

Mikið ofsalega eru þetta klén vinnubrögð.

 Vissir þú að:

• Byrjunarlaun ljósmæðra eru helmingi lægri en
verkfræðinga með meistaragráðu?
• Laun ljósmæðra eru með því sem lægsta sem
gerist innan Bandalags Háskólamanna þótt nám
þeirra sé eitt það lengsta sem krafist er af
ríkisstarfsmönnum?
• Að ljósmæður eru kvennastétt?

www.draumafaeding.net/flyer


mbl.is Árangurslaus sáttafundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin styður ljósmæður

Þjóðin styður ljósmæður
Austurvelli, 5. september kl. 12.15

Verkfall ljósmæðra er skollið á. Ríkisstjórnin axlar ekki ábyrgð og gerir þar með yfirlýsingar og fyrirheit að engu. Stjórnarsáttmálinn er marklaust plagg. Þarfir fæðandi kvenna skipta ekki máli og störf ljósmæðra lítils virði.

Þó málið varði fyrst og fremst fæðandi konur og hið nýja líf sem þær bera í skauti sér, þá snúast störf ljósmæðra um framtíð þessa lands í heild sinni. Ekkert er mikilvægara en endurnýjun þjóðarinnar. Til að hún geti orðið með eðlilegum hætti verður að tryggja þjónustu ljósmæðra nú og um aldir alda.

Ljóst er að þjóðin stendur með ljósmæðrum. Kennarar, hjúkrunarfræðingar, læknar og flugfreyjur hafa sent frá sér stuðningsyfirlýsingar, auk fjölda félaga- og hagsmunasamtaka. Fram til þessa hafa konur á barneignaraldri verið í framvarðarsveit stuðningsfólks sem er eðlilegt. Nú er þó svo komið að þjóðin öll verður að láta í sér heyra. Öll höfum við fæðst. Mætum á Austurvöll kl. 12.15 og styðjum við bakið á ljósmæðrum.

Fertility Awerness

Hvernig er hægt að mæla frjósemi í barnafjölda? Konur geta verið ákaflega frjósamar en á sama tíma haft góða þekkingu um frjósemi sína og þannig eftir náttúrulegum eða "ónáttúrulegum" leiðum takmarkað barnafjöldann.

"„Við ákváðum aldrei hvað við ætluðum að eiga mörg börn. Við látum bara guð stýra lífi okkar, því við trúum því að lífið sé gjöf frá Guði. Það er ástæða þess að hið hindrum ekki lífið,” segir Alexandru Ionce."

Jæks! Fertility Awernes, Natural Family Planning og Conscious Cenception hefur ekkert með hindrun að gera.

Engu að síður gleðilegt hve þau gleðjast yfir þessu "barnaláni".


mbl.is Frjósamasta kona jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Náttúrulegar" fjölskyldur, taubleiur og ungbarnanudd

Þessi skemmtilega síða var að fara í loftið, ekki vanþörf á www.natturuleg.net

www.diaperpin.com er frábær fyrir þá sem vilja fræðast meira um taubleiunotkun og þar er u dómar á flestar gerðir taubleina undir "products reviews"  en til hliðar er hægt að velja sér ýmsar spennandi categoríur til að skoða.

Splæsi svo á ykkur einu stykki ungbarnanuddi, gjössovell

 


Og svo eru þetta keisarar

We birth as we concieve, segir máltækið. Tæknifrjógvanir og tæknifæðingar.
mbl.is Eru tvíburar í tísku?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Twilight Sleep fæðandi kvenna

Twilight Sleep - tímabilið er eitthvað sem fæðingarfræðin vilja helst fá að gleyma.

Í byrjun síðustu aldar, nokkru eftir að fæðingar höfðu færst á sjúkrahús og að miklu leyti í hendur lækna víða um heim, fór eftirspurn eftir verkjastillingu að aukast. Það skal svo sem engan undra, því um all nokkurt skeið höfðu fæðingarmöguleikar kvenna einskorðast við baklegu á fæðingarbekk, sem er jú líklegri en allt annað til að gera reynsluna ákaflega sársaukafulla. Ether/klóroform hafði verið mikið notaður á 19. öld, en var svolítið erfiður, því nánast vonlaust var að finna rétta skammta. Þessu var sullað á klæði og sett fyrir vit konunnar.

Hin nútíma kona vildi hafa aukna stjórn á því ferli sem hafði verið tekið úr höndum þeirra og þegar fregnir bárust af lyfjakokteil sem átti að fjarlægja allan sársauka, tóku margar því fegins hendi. Kokteillinn frægi samanstóð af morfíni og scopolamíni. Morfín, eins og flestir vita er unnið úr ópíumi. Morfín er afar ávanbindandi. Scopolamín er eitur, unnið úr náttskuggafjölskyldunni (plöntuætt), Belladonnu. Ef það er gefið í nægilega litlum skömmtum veldur það minnisleysi og sljóleika.  Hvort þetta lyf eitt og sér eða í samblandi við morfín, valdi miklum persónuleikabreytingum (mikil reiði, hálfgerð geðveiki) veit ég ekki. Ég giska þó á að það sé Scopolamín sem valdi þessu, enda svolítið sterk einkenni náttskuggafjölskyldunnar (plöntuætt).

Það væri synd að segja að þessi kokteill hafi verið sérlega verkjastillandi - ákafar persónuleikaleikabreytingar og minnisleysi voru nærri lagi. Vegna þessa ástand sem konurnar fóru oft í af völdum þessarar lyfjagjafar, þurfti oftar en ekki að binda þær við fæðingarbekkinn. Fæturnir bundnir í ístöð. Stundum þurfti líka að vefja höfuð kvennana, svo þær væru sér ekki hættulegar. Eftir fæðinguna voru börnin að sjálfsögðu fjlarlægð frá móðurinni, sem var stundum föst í twilight ástandi dögum saman og lá því í eigin saur og hlandi á meðan, því lítið var hægt að gera fyrir þær. Til að draga úr áverkum á útlimum kvennanna, svo að umheimurinn færi ekki að spyrja of margra óþægilegra spurninga um pyntingar þær sem áttu sér stað hjá hinum svokölluðu bjargvættum kvenna (sjúkrahúsunum og fæðingarlæknum þeirra daga), voru böndin fóðruð með ull. Ef ullin var notuð, þá var minna um mar og sár eftir böndin sem héldu konunum niðri.Oftar en ekki voru börnin dregin út með töngum, spöngin klippt mikið beggja vegna við, því það þótti ákveðinn pervertísmi að barnið snerti sköp móður meira en þurfti.

Það er kannski svolítil óþarfi að taka það fram, en börnin fæddust jú í annarlegu ástandi. Líkamlegt ástand þeirra var slæmt, þau áttu oft erfitt með öndun, gátu illa nærst og voru sljó. Eina manneskjan sem þau höfðu þekkt og elskað var þeim fjarri, mjúkt og næringarríkt brjóst móður var ekki í boði. Engin hlý húð að hjúfra sig uppvið. Lyktin af mömmu og hjartsláttur hennar, sem fyllir hvert ófætt og nýfætt barn öryggi, var ekki þarna. Allt sem nýfætt barn þráir heitast, var í undarlegu ástandi, keflað við harðan fæðingarbekk.

Þessi aðferð var notuð í tæpa hála öld, en um 1958 hófu konur að skrifa um aðferðina í fínni dömublöðum í Ameríkunni og varð reiði þjóðarinnar mikil og venjan lagðist út af.


Jákvæð áhrif faglegs stuðnings í fæðingu

Gróf upp þessa "gömlu" grein, sem ber saman 12 rannsóknir um áhrif viðveru faglegs stuðningsaðila í fæðingum (fæðingacoach/doula). Lausleg þýðing fylgir:

"Division of Public Health, County of Sonoma Department of Health Services, Santa Rosa, California 95404, USA.  Scott KD, Klaus PH, Klaus MH.

Tilgangur þessar greinar er að skoða þær rannsóknarniðurstöður sem fyrir liggja v. viðveru faglegs stuðningsaðila í fæðingu (Doula) og áhrif þeirra á fæðingar og sængurlegu. Í 12 mismunandi rannsóknum hafa verið bornar saman útkomur úr fæðingu og sængurlegu kvenna sem hafa notið stuðnings doulu og þeirra sem ekki nutu stuðnings doulu. 3 greiningaraðferðir voru notaðar við að lesa úr niðurstöðum rannsóknanna.

Tilfinningalegi og líkamlegi stuðningurinn dregur stórlega úr lengd fæðingar og dregur úr þörf á keisaraskurðum, áhaldafæðingum, notkun á hríðarörvandi efnum og deyfingum. Fyrir hóp þeirra sem höfðu með sér doulu, þótti fæðingin almennt auðveldara og sársaukaupplifun var minni. Jákvæð áhrif á fæðingarferlið mældust ekki jafn mikil við viðveru feðra.

8 af 12 rannsóknum greindu frá jákvæðum snemmbúnum eða síðbúnum sálrænum áhrifum á ferlið. Af þeim snemmbúnu má nefna: Minni kvíði í fæðingu, jákvæð viðhorf til fæðingarreynslunnar og hærri brjóstagjafartíðni.  Hin síðbúnu áhrif voru m.a.: Færri einkenni fæðingarþunglyndis, bætt sjálfsmat, aukin næmni móður gagnvart barninu og fleiri tilfelli þar sem börnin voru eingöngu á brjósti.

Niðurstöður þessara 12 rannsókna gefa sterkt til kynna að viðvera faglegs stuðningsaðila (doulu) í fæðingu sé nauðsynlegur hluti fæðingarferlisins. Það er viðhæfi að breyta núverandi fæðingar"módelum" til að tryggja að hver kona hafi aðgang að viðveru doulu."

Mér þætti svo gaman að sjá einhverjar svipaðar og ítarlegar rannsóknarniðurstöður um feðurna. Það er jú reynsla mín að þeir hafa mikið gagn af viðveru doulu, þar sem þeir fá ekki minni stuðning og handleiðslu en konan.


Næsta síða »

Um bloggið

Eydís Hentze Pétursdóttir

Höfundur

Eydís Hentze Pétursdóttir
Eydís Hentze Pétursdóttir

Ég starfa við fæðingahjálp þá er svipar til þeirrar er doulur og birthcoaches veita. Kannski er best að titla mig sem Fæðingacoach. Ég útskrifaðist úr námi Miu Jiaya, www.foedselscoach.dk sl. sumar. Mia Jiaya ásamt Binnie Dansby www.ecstaticbirth.com , Michel Odent og Jeannine Parvati Baker www.birthkeeper.com eru þeir aðilar sem ég hef hlotið einna mesta kennslu af.  Stærstu lærimeistarar mínir eru þó börnin mín, Marteinn, Regína og Katrín. Ég er einnig svo lánsöm að hafa hann Gumma minn mér við hlið í flestu sem ég geri. Hann er sambýlismaður minn, faðir barna minna, besti vinur minn og andlegur félagi. Við búum í Keflavík, nýlega flutt aftur eftir langa dvöl í Danmörku. Vinnan mín er mitt helsta áhugamál, en önnur eru jurtir, matseld, andleg iðkun og málefni og lestur.

www.draumafaeding.net 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband