Færsluflokkur: Bloggar

ADHD

Langar í framhaldi af þessari frétt að benda á vinnu Páls Jóhanns Einarssonar en hann hefur rannsakað þetta síðan '94. 


mbl.is Boðefni í heilanum gegnir lykilhlutverki í athyglisbresti með ofvirkni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær Forhúð

Hér má lesa greinina

Sunnudagur

Í morgunn, einhverntíman um 9 leytið að ég hygg, kom til mín nuddari. Uppáhalds nuddarinn minn. Hún vakti mig varla, lét mig vita á sinn rómaða blíða hátt, að nú fengi ég nudd. Og hún nuddaði mig í 1 og 1/2 tíma með vöðvanærandi, heimalöguðu fíflablómaolíunni minni. Bara inni í rúminu mínu. Eftir nuddið bað hún mig bara að liggja og slaka á eins lengi og ég þyrfti, hún skyldi sjá um heimilið á meðan. Svo kom Gummi inn eftir skipun nuddarans, hann átti víst að liggja og kúra hjá mér. Við reyndar sofnuðum strax. Ég vaknaði klukkan 11:40 og mín biðu dýrindis sykurlausar speltvöfflur. Eftir að borða nokkrar, sinna börnunum og svona, lét ég renna í sjóðheitt bað og klukkan 12:30 vakti ég Gumma. Ég setti blöndu af hunangi, rjóma og Myrtle ilmkjarnaolíu í baðið. Regína mín kom svo inn og nuddaði mig :)  Ég væri alveg til í að fleiri dagar myndu byrja svona.

Nuddarinn er Karen Marie , kollegi minn og eigandi hinnar dönsku Draumafæðingar. Hún var gestur okkar þessa helgina.


Gentle birth world congress

Svakaleg ráðstefna sem verður haldin í september í amríkunni. Þar verða mörg spennandi hugtök og efni rædd, eins og t.d. "hvað vilja mæður og börn virkilega fá?", "getur lág-tækni há-snerting dregið úr kostnaði?", "geta doulur, læknar og ljósmæður starfað saman?", "höfum við gleymt barninu?" og margt fleira.  Það væri aldeilis gaman að fá svona ráðstefnu hingað!

Annars vil ég halda áfram að minna á næsta námskeið sem hefst 4.sept nk. hringið í síma 695 5685 eða sendið mér línu á eydis@gmail.com til að skrá ykkur. 


Blaðið

Blaðið tók við mig viðtal í gær og var þetta svo birt í dag í heilsublaðinu. Ég er nokkuð sátt, allavega var þetta talsvert betra en hörmungin í DV. Fyrir þá sem fá ekki til sín Blaðið má lesa það hér http://www.bladid.net/lisalib/getfile.aspx?itemid=3827

 


Vatnsfæðing

  • Speeds up labor
  • Reduces blood pressure
  • Gives mother more feelings of control
  • Provides significant pain relief
  • Promotes relaxation
  • Enables the mother to assume any position which is comfortable for labor and birth
  • Conserves her energy
  • Reduces the need for drugs and interventions 
  • Gives mother a private protected space
  • Reduces perineal trauma and eliminates episiotomies
  • Reduces cesarean section rates
  • Is highly rated by mothers - typically stating they would consider giving birth in water again
  • Is highly rated by experienced providers
  • Encourages an easier birth for mother and a gentler welcome for baby
Vatnsfæðing er greinilega frábær valkostur fyrir hina fæðandi konu.

 

 


Léttburum og keisraskurðum fjölgar

Fann þessa kanadísku frétt. Þar í landi fjölgar léttburum ört og keisaratíðnin hefur hækkað úr 23% í 26% á 5 ára tímabili. Læknir sem rætt er við telur að hugsanlega megi skýra þessa þróun með mikilli aukningu offitu, frjósemis / frjógvunarmeðferðum ýmiskonar, að mæður verði sífellt eldri og að sérstaklega hvað keisaratíðnina varar, margar nýjar obstetrískar aðferðir sem eru að verða meira almennar.

http://www.cbc.ca/health/story/2007/07/25/birthing-babies.html 


Skál!

Í dag ætlaði ég að baka bananabrauð. Ég teygði mig inn í skáp eftir skál og áttaði mig á að við eigum enga almennilega skál, þið vitið, svona stóra eldhússkál. Þær hafa allar eyðilagst undanfarnar vikur hjá mér. Ómerkilegar plastskálar, Rosti skálar, tréskálin. Ég ákvað því í skyndi að við skyldum gera okkur glaðan dag og fara í Ikea. Ég elska Ikea. Samt varð þetta frekar leiðinleg ikea ferð, Kata vaknaði mjög pirruð í morgunn, sko alveg einstaklega pirruð. Einu hljóðin sem hafa komið úr henni í dag voru svona pirringshljóð. Við ákváðum því að fara eins hratt í gegnum búðina og við gátum, en Regína var bara ekki sammála. Það endaði með að Gummi fór með eldri krakkana útí bíl meðan við Kata versluðum. Og Kata ennþá alveg; Ííííjjjjjhhhhhhhggggghhhhhrrrhhhhh urrrrrrrrrhhhhggggggghhhhh  wwwwwaaaaaaaaaaghhhhhhhgghhhhh.

Gummi var frekar sorgmæddur á svip þegar við Kata komum síðan út í bíl aftur. Regína var ekki sorgmædd, hún ljómaði eins og sól og sagði; Mamma, nú er ég hætt að gráta! Ég reyni því að ímynda mér hvað hafi gengið á í bílnum meðan ég var að versla..... Við Regína þurftum svo að pissa og fórum inn. Hvern haldiði svo að við höfum hitt á leiðinni út? Jú, enga aðra en offurbloggarann hana Önnu Jónu www.annajonabloggar.blog.is  Það voru miklir fagnaðarfundir, svo ekki sé nú meira sagt!

ps.  ég keypti 2 stálskálar í ikea, flottar og munu aldrei brotna!


Navajo hvað?

DV tók við mig viðtal í fyrradag og var það birt í dag. Forvitnilegt, svo ekki sé meira sagt. Þar var ég titluð sem fæðingaþjálfari og var ég sögð skipuleggja fæðingar að fyrirmynd Navajo indjána???

Ég skammast mín nánast fyrir þessa hrikalegu vitleysu sem var í þessari grein! Ég er búin að hringja í DV og leiðrétta ýmislegt sem þarna stóð, en næsta blað þeirra kemur ekki út fyrir en á mánudag!!! Mér finnst ég ekki geta beðið svona lengi, þetta er hrikalegt!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Eydís Hentze Pétursdóttir

Höfundur

Eydís Hentze Pétursdóttir
Eydís Hentze Pétursdóttir

Ég starfa við fæðingahjálp þá er svipar til þeirrar er doulur og birthcoaches veita. Kannski er best að titla mig sem Fæðingacoach. Ég útskrifaðist úr námi Miu Jiaya, www.foedselscoach.dk sl. sumar. Mia Jiaya ásamt Binnie Dansby www.ecstaticbirth.com , Michel Odent og Jeannine Parvati Baker www.birthkeeper.com eru þeir aðilar sem ég hef hlotið einna mesta kennslu af.  Stærstu lærimeistarar mínir eru þó börnin mín, Marteinn, Regína og Katrín. Ég er einnig svo lánsöm að hafa hann Gumma minn mér við hlið í flestu sem ég geri. Hann er sambýlismaður minn, faðir barna minna, besti vinur minn og andlegur félagi. Við búum í Keflavík, nýlega flutt aftur eftir langa dvöl í Danmörku. Vinnan mín er mitt helsta áhugamál, en önnur eru jurtir, matseld, andleg iðkun og málefni og lestur.

www.draumafaeding.net 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband