Færsluflokkur: Bloggar

Vantar þig fæðingahjálp?

Ég mun, frá og með núna, bjóða uppá doulu/fæðingacoach þjónustu. Mér skilst að þetta sé í fyrsta sinn á Íslandi sem einhver starfi formlega við þetta.

Rannsóknir hafa lengi sýnt góða fæðingaútkomu þeirra sem nýta sér doulur/fæðingacoach.  Meðal þeirra þátta sem fram hafa komið eru:

Lægri keisaratíðni, lægri tíðni mænurótardeyfinga og notkun verkjastillandi lyfja, minni notkun hríðarörvandi lyfja, færri áhaldafæðingar, auknar líkur á jákvæðari upplifun brjóstagjafar, færri tilfelli blæðingar við fæðingu, minna um fæðingaþunglyndi, há tíðni þeirra sem upplifa fæðinguna mjög jákvætt, mæðrum finnst þær stjórna fæðingunni meira og foreldrar upplifa sig frekar örugga.

Doula/fæðingacoach er fagleg manneskja sem hefur kynnst hinni vaxandi fjölskyldu mjög náið fyrir fæðinguna. Hún er því fær um að taka sínar faglegu ákvarðanir á forsendum foreldranna. Ég veiti fjölskyldunni stuðning í gegnum allt fæðingaferlið, sama hvort það eru 2 tímar eða 2 sólarhringar. Ef um flókið ferli er að ræða, verður veittur stuðningur við það líka, t.d. ef móðir eða barn veikjast.

Æ vinsælla verður erlendis að nýta sér þá þjónustu sem doula /fæðingacoach býður uppá og hafa foreldrar ýmsa ástæður fyrir því. Það gæti t.d. verið vegna mikils ótta við fæðingu, að það sé fyrirfam vitað að ferlið verði erfitt, vegna þeirrar staðreyndar að færri og færri konur þekkja ljósmóðurina sem verður með þeim í fæðingu, vegna anna á fæðingadeildum, vegna þess að foreldrarnir vilja tryggja sér góða stuðningsaðila í fæðingunni, að foreldrar vilji andlegan stuðningsaðila, vegna þess að foreldrar vilja praktískan stuðningsaðila, vegna þess að það samræmist lífsviðhorfum foreldranna af einhverjum ástæðum. Og ástæðurnar eru vafalítið fleiri!

Ég leitast við að hafa yfirsýn yfir þínar þarfir, verð sú sem man sögu þína, drauma þína og óskir og leitast við af öllum mætti að hjálpa þér að uppfylla allar þarfir þínar og standa vörð um gildi ykkar.

Ég kem ekki í staðin fyrir maka, ég get þvert á móti verið mikill stuðningur fyrir makann. Feður segja oft frá því hversu vanmáttugir þeir eru í fæðingu og hversu illa sú tilfinning legst í þá. Ég geri mitt besta til að halda honum í þeirri vissu að hann er ómetanlegur hluti af ferlinu, að hans hlutverk er mikilvægt. Ég ábyrgist að ég mun ekki ýta föður til hliðar, heldur vera tilstaðar fyrir hann ef hann þarfnast stuðnings.

Við vitum flest af þeirri fæðingasprengju sem mun eioga sér stað í sumar og vitum mörg af þeim áhyggjum sem ljósmæður landsins hafa lýst yfir. Mér þætti því sjálfri góð hugmynd að fá fagmanneskju mér við hlið í gegnum þetta dýrmætasta ferli í lífi mínu og barnsins, ekki minnst.

Hafið samband hér, skrifið email eða hringið til að fá frekari upplýsingar.

eydishentze@gmail.com og síminn er 695 5685


« Fyrri síða

Um bloggið

Eydís Hentze Pétursdóttir

Höfundur

Eydís Hentze Pétursdóttir
Eydís Hentze Pétursdóttir

Ég starfa við fæðingahjálp þá er svipar til þeirrar er doulur og birthcoaches veita. Kannski er best að titla mig sem Fæðingacoach. Ég útskrifaðist úr námi Miu Jiaya, www.foedselscoach.dk sl. sumar. Mia Jiaya ásamt Binnie Dansby www.ecstaticbirth.com , Michel Odent og Jeannine Parvati Baker www.birthkeeper.com eru þeir aðilar sem ég hef hlotið einna mesta kennslu af.  Stærstu lærimeistarar mínir eru þó börnin mín, Marteinn, Regína og Katrín. Ég er einnig svo lánsöm að hafa hann Gumma minn mér við hlið í flestu sem ég geri. Hann er sambýlismaður minn, faðir barna minna, besti vinur minn og andlegur félagi. Við búum í Keflavík, nýlega flutt aftur eftir langa dvöl í Danmörku. Vinnan mín er mitt helsta áhugamál, en önnur eru jurtir, matseld, andleg iðkun og málefni og lestur.

www.draumafaeding.net 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband