Færsluflokkur: Bloggar
14.6.2007 | 15:48
Eitraðir pelar og snuð
Ferlega er þetta sick! Er ekki hægt, svona einu sinni, að leiða saman viðskiptavit og samvisku? Nú eru það pelarnir og snuddurnar sem hafa orðið fyrir barðinu á PVC og BPA! http://www.babytv.com/Community/Blogs.aspx?id=3285&blogid=453 og hérna http://www.babytv.com/articles/Baby-Bottle-Industry-Responds-to-Claims-of-Toxicity.aspx?cid=news-01_0607-1
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.6.2007 | 12:13
VinnaVinnaVinna
Loksins finnst mér eitthvað miða áfram í vinnunni minni. Þetta er nú samt þannig að forvinnan er svo mikil alltaf að ég sé oft ekki afraksturinn fyrir en vikum eða mánuðum seinna. Og þá fer ég stundum að efast um sjálfa, Er ég í alvöru að vinna eða er ég bara eitthvað að hangsa, mun þetta einhverntíman skila einhverju? Í hvert sinn sem ég er að gefa upp vonina gerist eitthvað sem gefur mér smá kraft til að halda áfram :) Nýr viðskiptavinur, falleg ummæli o.s.fv.. Ég er að verða búin með textavinnslu fyrir heimasíðuna mína og langar alveg ofboðslega að komast í smá PR vinnu líka, kynna það sem ég er að gera. Þannig að núna vantar mig alveg svakalega pössun fyrir lilluna mína, hana Kötukríli, svona 1, stundum 2 morgna í viku á tímabilinu 8-14, 3-4 tíma í senn. Baaaara svona ef einhver skyldi hafa áhuga :) Ég er til í að borga in cash eða einhverjum skiptidíl :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.6.2007 | 13:00
Búin að fá nokkrar jurtir
Ég er búin að fá nokkrar af jurtunum sem mig vantað svo :) Branaland er náttúrulega bara snilld, auglýsti eftir þeim þar :) Ég er sem sagt búin að fá Garðabrúðu og Brenninetlu, nú vantar mig bara að ná í þær :) Þá vantar mig eftirfarandi:
Valurt, Úlfarunna, Blóðberg, Sortulyng, Hjartafró, Humla, Slöngujurt/Silfurkerti, Krókalöppu/Búrblöðku, Rauðsmára og Hjartaarfa! ýmislegt annað kemur til greina líka :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.6.2007 | 19:52
Hversdagsleg brjóst
Hérna er síða með myndum af venjulegum, hversdagslegum brjóstum: http://www.007b.com/breast_gallery.php
Mér fannst mjög gaman að skoða þetta, það er jú sjaldgæft í dag að sjá myndir af líkama kvenna sem ekki eru í boði lýtalæknis eða photoshop. Frábært framtak, ég segi nú ekki annað!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.6.2007 | 18:23
Illgresi dagsins....
Er Haugarfi, þessi sem allir garðar eru fullir af, nema okkar sem er steingeldur. Stellaria Media er latneska heitið, Chickweed á ensku og Fuglegræs á dönsku.
Ég var í heimsókn hjá tengdó í gær og fékk smá arfasmakk hjá henni, hann er svo stór og flottur þessi sem hún er með. Jööömmmm segi ég nú bara, ótrúlega bragðgóður!
Hjá Susun Weed fann ég þessa uppskrift að Bacon, Chickweed and tomato sandwich: Steikið beikonið þar til það er stökkt, skerið niður þykkar sneiðar af tómötum. Blandið saman hreinni jógúrt og majó og smyrjið því á brauðið, raðið beikoni og tómötum á, ásamt helling af arfa. Þegar arfinn er týndur til matar og lækninga er best að taka með sér skæri og klippa hann í stað þess að rífa hann upp með rótum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2007 | 12:26
Fögnuður
Í gær var hér fullt af góðu fólki og því fagnað að 7 ár voru liðin frá því að ég gafst upp fyrir sjálfri mér og tók nýja stefnu í lífinu. Mig langar að þakka ykkur öllum sem hingað komu, það var dásamlegt að sjá ykkur! María gaf mér m.a. fallegt kort og á því stóð: No road is long with good company. Þetta er svo satt, ég hef verið svo lánsöm að kynnast yndislegasta fólki í heimi á þessari göngu minni. Ég er uppfull af þakklæti núna. Ég hef verið að skoða undanfarin ár og er bara gráti næst! Mig óraði aldrei fyrir því að líf mitt yrði svona frábært! Hvar endar þetta eigilega? Það er alveg óhjákvæmilegt að hugsa til Kaupmannahafnar, tímans þar, fólksins þar. Fólkið sem hjálpaði mér að verða ég. Svo tók ekkert (mikið hahha) verra við hér :) Ég tel mig alltaf vita svo vel á hverju ég þarf að halda, hversvegna hitt og þetta er svona, svo kemst ég ótrúlega oft að því að mér skjátlaðist :)
Keep on rocking in the free world!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.6.2007 | 16:47
Amazon
Jurtaeftirlýsingar mínar hafa enn engann árangur borið, bömmer!
Ég var annars að fá nokkrar frábærar bækur í hendurnar, var að panta af amazon :) Healing Wise eftir Susun Weed, snilldar bók og ég er búin að hlægja mig máttlausa yfir henni! Ég ætla þvílíkt að fara að útbúa fíflablómasíróp, fíflablómakökur, fíflablómaandlitsvatn og allavega :) Ég hef nú þegar útbúið infjúsaða olíu af fíflablómum, svo og edik. Þetta er allt að malla uppí skáp hjá mér og er reddí eftir rúmar 2 vikur!
Svo pantaði ég eina Ashley Montagu bók; Touch, the human signifigance of the skin. En hún er greinilega bara fyrsta bókin sem ég panta eftir þenna höfund, líst ekkert eðlilega vel á titalana hans, eins og t.d. The natural superiority of Women, the anatomy of swearing og fleiri góðir :)
Eins pantaði ég Blessingways eftir Shari Macer, þessi bók er yndisleg, svona vægast sagt! Tími til kominn að fara að gera skemmtilegri hluti fyrir óléttar konur á íslandi!
Blesssed Be and Blessed Do!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.5.2007 | 18:01
Pillur í stað umhyggju?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2007 | 17:52
Á einhver Jurtir handa mér?
Jurtir taka mikið pláss í lífi mínu um þessar mundir. Mér finnst endalaust heillandi að fylgjast með þeim, sjá hvernig ljós og vatn breytist í efni. Morgunfrúrnar eru komnar út í aðlögun og ég er eins og ofverndandi mamma að passa þær. Ég treysti engum börnum úr hverfinu þessa dagana. Ég sé skemmdarvarga í hverju horni :) Lavanderinn og Lóbelían eru enn í stofuglugganum, ekki alveg reddí fyrir aðlögun ennþá :) Reyndar hugsa ég að ég prófi að setja Lóbelíuna út á morgunn ef vel viðrar. Chiliið og steinseljan eru að koma mjög vel upp, ég þarf að fara að setja þetta í fleiri potta, of þétt sáð. Rósmarínið er líka að standa sig vel. Myntuna skil ég hinsvegar ekki alveg, en ég held áfram að vera þolinmóð.
En mig ýmist vantar, langar í eða bráðvantar eftirfarandi tegundir:
Garðabrúðu, Brenninetlu, Valurt, Úlfarunna, Maríustakk, Blóðberg, Sortulyng, Hjartafró, Humla, Slöngujurt/Silfurkerti, Krókalöppu/Búrblöðku, Rauðsmára og Hjartaarfa! ýmislegt annað kemur til greina líka :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.5.2007 | 12:31
Fangelsuð Fylgja!
Jæja, þá er að koma sér í vinnustellingar eftir ágætis Hvítasunnu.
Fyrsta námskeiðið mitt hérlendis var haldið á fimmtudaginn var, mér fannst það ganga stórvel. Við erum til húsa í Sjúkraþjálfunarstöðinni átak, mér finnst húsnæðið frábært og Adda sem á þetta er alger perla! Það fer bara mjög vel um mig þarna.
Það mættu 4 konur, vona á tveimur til viðbótar næsta fimmtudag og það er bara ágætis mæting. Mér finnst mjög sérstakt að vera að gera þetta á íslensku og á Íslandi :)
En annars var ég að fá þetta áframsent:
I gave birth to a baby girl on April 12, 2007. I was planning a homebirth but ended up birthing at Sunrise hospital in Las Vegas, Nevada, due to medical concerns. Her birth was absolutely amazing and included lots of twists and turns. Her entire birth story and PhotoShow can be viewed at http://hypnobirthinglasvegas.com/announce.html . While her birth wasn't quite as I had planned, I am so thankful that I had my HypnoBirthing skills to keep me calm and comfortable.
Before entering the OR and birthing my daughter, I asked to have my placenta saved to take with me for encapsulation upon discharge from the hospital. The hospital denied me my placenta; a court case is now pending. Details can be found on this blog: http://diva-mama.com . For those who don't know, the placenta has many benefits for the postpartum period and is believed to aid in healing. (Details on the benefits of the placenta can be found at: http://placentabenefits.info ) The Las Vegas Review Journal (LVRJ) became interested and wrote a story (www.lvrj.com/news/7358361.html?numComments=1000 ) which came out in the Sunday, May 6, 2007, newspaper.
A peaceful and legal rally was held on Monday, May 7, at 10 am on the sidewalks around Sunrise Hospital. I really appreciate everyone who came out to support us (both physically and in thoughts) while we were at the rally. Channel 13 ABC KTNV ran the piece all day yesterday and has a link to the video on their Web site (www.ktnv.com ). The LVRJ also did a follow up piece (www.lvrj.com/news/7387976.html ). Las Vegas AM 840 also had several segments discussing the issue. The http://diva-mama.com blog has 14 pictures of the rally.
The original reason that the hospital gave as to why they would not release my placenta was, they did not "feel comfortable." Even after agreeing to sign a waiver releasing the hospital of liability, they still refuse to release my placenta. No law prohibits me from obtaining my placenta and other hospitals release placentas. This is a civil liberties issue and is likely to be a precedent-setting case that may go all the way to the Supreme Court, as there is no appellate court in Nevada.
I did hear from Sunrise's lawyer again; they still won't give my placenta back without a judge ordering them to release it, and planned to hold it only until May 15, 2007. They now claim that OSHA won't allow it because the placenta has been cross-contaminated.
Since so much time has passed and with the possibility that my placenta has been contaminated (which is negligent on the part of the hospital), I will no longer be able to use my placenta as originally intended. However, I am still pressing forward in the hopes that my struggle with make positive changes for other women. All women should have the implicit right to their (and their baby's) placenta.
While I have been working with a lawyer who wants to take the case pro bono, he had not taken the case as of May 9, so, I still don't have committed legal representation. However, I do have an MD who is willing to testify that there is no health risk to release the placenta to the mother and that the ingestion of it actually could be beneficial. I am contemplating contacting ACLU in hopes that they may be able assist.
Those who are interested can sign a petition (contact jodi@placentabenefits.info for details) to help change the law.
~ Anne Swanson, BS, HBCE
HypnoBirthingLasVegas.com
BirthYear.net
(702) 385-3331
Ég spyr mig, hvað er að fólki? Að halda fylgju í gíslingu? Er réttur kvenna til að ráða yfir líkama sínum í ALVÖRU ekki meiri en þetta?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Eydís Hentze Pétursdóttir
Tenglar
Aðrir bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar