30.5.2007 | 17:52
Á einhver Jurtir handa mér?
Jurtir taka mikið pláss í lífi mínu um þessar mundir. Mér finnst endalaust heillandi að fylgjast með þeim, sjá hvernig ljós og vatn breytist í efni. Morgunfrúrnar eru komnar út í aðlögun og ég er eins og ofverndandi mamma að passa þær. Ég treysti engum börnum úr hverfinu þessa dagana. Ég sé skemmdarvarga í hverju horni :) Lavanderinn og Lóbelían eru enn í stofuglugganum, ekki alveg reddí fyrir aðlögun ennþá :) Reyndar hugsa ég að ég prófi að setja Lóbelíuna út á morgunn ef vel viðrar. Chiliið og steinseljan eru að koma mjög vel upp, ég þarf að fara að setja þetta í fleiri potta, of þétt sáð. Rósmarínið er líka að standa sig vel. Myntuna skil ég hinsvegar ekki alveg, en ég held áfram að vera þolinmóð.
En mig ýmist vantar, langar í eða bráðvantar eftirfarandi tegundir:
Garðabrúðu, Brenninetlu, Valurt, Úlfarunna, Maríustakk, Blóðberg, Sortulyng, Hjartafró, Humla, Slöngujurt/Silfurkerti, Krókalöppu/Búrblöðku, Rauðsmára og Hjartaarfa! ýmislegt annað kemur til greina líka :)
Um bloggið
Eydís Hentze Pétursdóttir
Tenglar
Aðrir bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég er líka á kafi í garðinum mínum, ég é nóg af brenninetlu, og ýmsu fl. en ég er li dk, þannig að málið versnar aðeins.
vonandi er einhver nálægur sem á eitthvað af þessu handa þér.
ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.5.2007 kl. 19:35
Það er alltaf til nóg brenninetla í DK, það hefur aldrei vantað :) Ef ekkert gengur, þá fæ ég kannski einhvern til að smygla fyrir mig nettlu frá DK, þetta er svo ótrúleg jurt!
Eydís Hentze Pétursdóttir, 31.5.2007 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.