Amazon

Jurtaeftirlýsingar mínar hafa enn engann árangur borið, bömmer!

Ég var annars að fá nokkrar frábærar bækur í hendurnar, var að panta af amazon :) Healing Wise eftir Susun Weed, snilldar bók og ég er búin að hlægja mig máttlausa yfir henni! Ég ætla þvílíkt að fara að útbúa fíflablómasíróp, fíflablómakökur, fíflablómaandlitsvatn og allavega :) Ég hef nú þegar útbúið infjúsaða olíu af fíflablómum, svo og edik. Þetta er allt að malla uppí skáp hjá mér og er reddí eftir rúmar 2 vikur!

Svo pantaði ég eina Ashley Montagu bók; Touch, the human signifigance of the skin. En hún er greinilega bara fyrsta bókin sem ég panta eftir þenna höfund, líst ekkert eðlilega vel á titalana hans, eins og t.d. The natural superiority of Women, the anatomy of swearing og fleiri góðir :)

Eins pantaði ég Blessingways eftir Shari Macer, þessi bók er yndisleg, svona vægast sagt! Tími til kominn að fara að gera skemmtilegri hluti fyrir óléttar konur á íslandi! 

Blesssed Be and Blessed Do! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ú, spennandi!  Sérstaklega sniðugt að nota fíbblin (eins og sonurinn kallar þá) í eitthvað sniðugt, nógu bölvar maður þessu illgresi ;)

Ragga (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 16:49

2 Smámynd: Eydís Hentze Pétursdóttir

Já, heimurinn er jú fullur af fíflum!

Annars hljómar uppskriftin að andlitsvatninu svona : Setjið nýtýnd blóm í ílát og hellið sjóðandi vatni yfir, það reyndar koma hvergi nein hlutföll fram og má því bara áætla að nota megi MIKIÐ af blómum, geymið þetta í a.m.k. klukkutíma. Takið blómin svo frá og setji þau heit og blaut á andlitið og leggjist niður í 10mín eða svo. Skolið svo andlitið með blómavatninu.

Eydís Hentze Pétursdóttir, 1.6.2007 kl. 17:16

3 identicon

Sko, alveg búin að finna tilgang með fíbblunum úti í garði... þeir eru þarna svo ég geti orðið sæt :þ

Ragga (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 17:40

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 2.6.2007 kl. 08:09

5 identicon

Það er sko alveg hægt að versla frá sér allt vit á amazon.


jóna björg (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eydís Hentze Pétursdóttir

Höfundur

Eydís Hentze Pétursdóttir
Eydís Hentze Pétursdóttir

Ég starfa við fæðingahjálp þá er svipar til þeirrar er doulur og birthcoaches veita. Kannski er best að titla mig sem Fæðingacoach. Ég útskrifaðist úr námi Miu Jiaya, www.foedselscoach.dk sl. sumar. Mia Jiaya ásamt Binnie Dansby www.ecstaticbirth.com , Michel Odent og Jeannine Parvati Baker www.birthkeeper.com eru þeir aðilar sem ég hef hlotið einna mesta kennslu af.  Stærstu lærimeistarar mínir eru þó börnin mín, Marteinn, Regína og Katrín. Ég er einnig svo lánsöm að hafa hann Gumma minn mér við hlið í flestu sem ég geri. Hann er sambýlismaður minn, faðir barna minna, besti vinur minn og andlegur félagi. Við búum í Keflavík, nýlega flutt aftur eftir langa dvöl í Danmörku. Vinnan mín er mitt helsta áhugamál, en önnur eru jurtir, matseld, andleg iðkun og málefni og lestur.

www.draumafaeding.net 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband