1.6.2007 | 16:47
Amazon
Jurtaeftirlýsingar mínar hafa enn engann árangur borið, bömmer!
Ég var annars að fá nokkrar frábærar bækur í hendurnar, var að panta af amazon :) Healing Wise eftir Susun Weed, snilldar bók og ég er búin að hlægja mig máttlausa yfir henni! Ég ætla þvílíkt að fara að útbúa fíflablómasíróp, fíflablómakökur, fíflablómaandlitsvatn og allavega :) Ég hef nú þegar útbúið infjúsaða olíu af fíflablómum, svo og edik. Þetta er allt að malla uppí skáp hjá mér og er reddí eftir rúmar 2 vikur!
Svo pantaði ég eina Ashley Montagu bók; Touch, the human signifigance of the skin. En hún er greinilega bara fyrsta bókin sem ég panta eftir þenna höfund, líst ekkert eðlilega vel á titalana hans, eins og t.d. The natural superiority of Women, the anatomy of swearing og fleiri góðir :)
Eins pantaði ég Blessingways eftir Shari Macer, þessi bók er yndisleg, svona vægast sagt! Tími til kominn að fara að gera skemmtilegri hluti fyrir óléttar konur á íslandi!
Blesssed Be and Blessed Do!
Um bloggið
Eydís Hentze Pétursdóttir
Tenglar
Aðrir bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ú, spennandi! Sérstaklega sniðugt að nota fíbblin (eins og sonurinn kallar þá) í eitthvað sniðugt, nógu bölvar maður þessu illgresi ;)
Ragga (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 16:49
Já, heimurinn er jú fullur af fíflum!
Annars hljómar uppskriftin að andlitsvatninu svona : Setjið nýtýnd blóm í ílát og hellið sjóðandi vatni yfir, það reyndar koma hvergi nein hlutföll fram og má því bara áætla að nota megi MIKIÐ af blómum, geymið þetta í a.m.k. klukkutíma. Takið blómin svo frá og setji þau heit og blaut á andlitið og leggjist niður í 10mín eða svo. Skolið svo andlitið með blómavatninu.
Eydís Hentze Pétursdóttir, 1.6.2007 kl. 17:16
Sko, alveg búin að finna tilgang með fíbblunum úti í garði... þeir eru þarna svo ég geti orðið sæt :þ
Ragga (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 17:40
ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 2.6.2007 kl. 08:09
Það er sko alveg hægt að versla frá sér allt vit á amazon.
jóna björg (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.