29.7.2007 | 22:30
Skál!
Í dag ætlaði ég að baka bananabrauð. Ég teygði mig inn í skáp eftir skál og áttaði mig á að við eigum enga almennilega skál, þið vitið, svona stóra eldhússkál. Þær hafa allar eyðilagst undanfarnar vikur hjá mér. Ómerkilegar plastskálar, Rosti skálar, tréskálin. Ég ákvað því í skyndi að við skyldum gera okkur glaðan dag og fara í Ikea. Ég elska Ikea. Samt varð þetta frekar leiðinleg ikea ferð, Kata vaknaði mjög pirruð í morgunn, sko alveg einstaklega pirruð. Einu hljóðin sem hafa komið úr henni í dag voru svona pirringshljóð. Við ákváðum því að fara eins hratt í gegnum búðina og við gátum, en Regína var bara ekki sammála. Það endaði með að Gummi fór með eldri krakkana útí bíl meðan við Kata versluðum. Og Kata ennþá alveg; Ííííjjjjjhhhhhhhggggghhhhhrrrhhhhh urrrrrrrrrhhhhggggggghhhhh wwwwwaaaaaaaaaaghhhhhhhgghhhhh.
Gummi var frekar sorgmæddur á svip þegar við Kata komum síðan út í bíl aftur. Regína var ekki sorgmædd, hún ljómaði eins og sól og sagði; Mamma, nú er ég hætt að gráta! Ég reyni því að ímynda mér hvað hafi gengið á í bílnum meðan ég var að versla..... Við Regína þurftum svo að pissa og fórum inn. Hvern haldiði svo að við höfum hitt á leiðinni út? Jú, enga aðra en offurbloggarann hana Önnu Jónu www.annajonabloggar.blog.is Það voru miklir fagnaðarfundir, svo ekki sé nú meira sagt!
ps. ég keypti 2 stálskálar í ikea, flottar og munu aldrei brotna!
Um bloggið
Eydís Hentze Pétursdóttir
Tenglar
Aðrir bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hva....!! Ekkert bananabrauð??!!
Takk fyrir komment mín megin.
Jóna Á. Gísladóttir, 30.7.2007 kl. 22:34
Var að bera bananabrauð á borð fyrir hersinguna.....
Eydís Hentze Pétursdóttir, 31.7.2007 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.