Skál!

Í dag ætlaði ég að baka bananabrauð. Ég teygði mig inn í skáp eftir skál og áttaði mig á að við eigum enga almennilega skál, þið vitið, svona stóra eldhússkál. Þær hafa allar eyðilagst undanfarnar vikur hjá mér. Ómerkilegar plastskálar, Rosti skálar, tréskálin. Ég ákvað því í skyndi að við skyldum gera okkur glaðan dag og fara í Ikea. Ég elska Ikea. Samt varð þetta frekar leiðinleg ikea ferð, Kata vaknaði mjög pirruð í morgunn, sko alveg einstaklega pirruð. Einu hljóðin sem hafa komið úr henni í dag voru svona pirringshljóð. Við ákváðum því að fara eins hratt í gegnum búðina og við gátum, en Regína var bara ekki sammála. Það endaði með að Gummi fór með eldri krakkana útí bíl meðan við Kata versluðum. Og Kata ennþá alveg; Ííííjjjjjhhhhhhhggggghhhhhrrrhhhhh urrrrrrrrrhhhhggggggghhhhh  wwwwwaaaaaaaaaaghhhhhhhgghhhhh.

Gummi var frekar sorgmæddur á svip þegar við Kata komum síðan út í bíl aftur. Regína var ekki sorgmædd, hún ljómaði eins og sól og sagði; Mamma, nú er ég hætt að gráta! Ég reyni því að ímynda mér hvað hafi gengið á í bílnum meðan ég var að versla..... Við Regína þurftum svo að pissa og fórum inn. Hvern haldiði svo að við höfum hitt á leiðinni út? Jú, enga aðra en offurbloggarann hana Önnu Jónu www.annajonabloggar.blog.is  Það voru miklir fagnaðarfundir, svo ekki sé nú meira sagt!

ps.  ég keypti 2 stálskálar í ikea, flottar og munu aldrei brotna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hva....!! Ekkert bananabrauð??!!

Takk fyrir komment mín megin.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.7.2007 kl. 22:34

2 Smámynd: Eydís Hentze Pétursdóttir

Var að bera bananabrauð á borð fyrir hersinguna.....

Eydís Hentze Pétursdóttir, 31.7.2007 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eydís Hentze Pétursdóttir

Höfundur

Eydís Hentze Pétursdóttir
Eydís Hentze Pétursdóttir

Ég starfa við fæðingahjálp þá er svipar til þeirrar er doulur og birthcoaches veita. Kannski er best að titla mig sem Fæðingacoach. Ég útskrifaðist úr námi Miu Jiaya, www.foedselscoach.dk sl. sumar. Mia Jiaya ásamt Binnie Dansby www.ecstaticbirth.com , Michel Odent og Jeannine Parvati Baker www.birthkeeper.com eru þeir aðilar sem ég hef hlotið einna mesta kennslu af.  Stærstu lærimeistarar mínir eru þó börnin mín, Marteinn, Regína og Katrín. Ég er einnig svo lánsöm að hafa hann Gumma minn mér við hlið í flestu sem ég geri. Hann er sambýlismaður minn, faðir barna minna, besti vinur minn og andlegur félagi. Við búum í Keflavík, nýlega flutt aftur eftir langa dvöl í Danmörku. Vinnan mín er mitt helsta áhugamál, en önnur eru jurtir, matseld, andleg iðkun og málefni og lestur.

www.draumafaeding.net 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband