Svakalegt mál

Það svakalegasta er kannski að ríkissaksóknari skuli hafa vísað málinu frá, enda gæti þetta orðið spennandi málaferli að fylgjast með.

Sjálfri finnst mér þetta vera ofbeldi af verstu gerð og finnst bæði lögregla og heilbrigðisstarfsmenn vera sekir. Þvílíkur skandall!  Er alveg sénslaust að nota önnur sýni úr konunni?


mbl.is Konu haldið niðri og þvagsýni tekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst að ekki eigi að dæma lögregluna fyrir neitt. Þessi kona var stöðvuð vegna gruns um ölvunarakstur og veittist þá að lögreglu með hótunum. Þegar hún var færð á lögreglustöðina og farið fram á að hún veitti þvagsýni neitaði hún. Hvernig helduru að henni liði ef hún hefði ekki verið stöðvuð og hún hefði valdið slysi vegna ölvunar sinnar, jafnvel dauðaslysi!  Mér finnst framkoma konunar við lögregluna til skammar.

Ásta (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 07:30

2 identicon

Alveg sammála síðasta ræðumanni, konan er sér til skammar.

Ólafur (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 07:45

3 Smámynd: Ari Tomelilla

Kerlingin getur bara hagað sér eins og manneskja. Og ofbeldi af verstu gerð? Plíííís.....

Ari Tomelilla, 21.8.2007 kl. 08:02

4 identicon

Ég er svo sammála þér Eydís.

Ég er líka sammála því að hún framdi glæp með að keyra um undir áhrifum og standa í hótunum við lögreglu. Mér finnst sammt ekki í lagi að koma svona fram við nokkurn mann og ótrúlegt að þetta mál skuli vera hunsað af yfirvöldum. Það ógeðslegast við það að lögreglan neitar ekki að hafa haldið henni niðri. Ég veit ekki um ykkur en ég hef þurft að fara í svona þræðingu nokkrum sinnum og eftir fysta skiptið grátbað ég um svæfingu í framtíðinni. Ef ég væri hún færi ég með þetta lengra.

Það vita það allir að það er hægt að mæla áfengis magn í blóði í nokkra daga og afhverju tók þeir ekki bara blóðprufu? Það hefði verði mun mannlegra en þessi aðgerð.

En hvernig ætli þeir hjá lögreglunni komi fram við fólk sem fremur kynferðisglæp?

Jenný (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 08:13

5 Smámynd: Ásgerður

Já, kannski harkalegt,,,veit ekki,,,en hver er ástæða þess að manneskjan neitar þeim um að taka sýni??? Það hefði auðvitað verið minnsta málið ef hún hefði samþykkt að "pissa" í glas,,, þá hefði aldrei komið til þessa 

En mín skoðun er sú,,, að það er ALDREI í lagi að keyra undir áhrifum og þá meina ég ALDREI.

Ásgerður , 21.8.2007 kl. 08:31

6 Smámynd: Eydís Hentze Pétursdóttir

Man ekki eftir því að hafa nokkurstaðar tekið fram að ölvunarakstur væri bara í lagi. Framkoma konunnar er náttúrulega líka fyrir neðan allar hellur. En það breytir ekki minni skoðun, lögregla og heilbrigðisstarfsfólk beittu konuna klárlega ofbeldi.

Eydís Hentze Pétursdóttir, 21.8.2007 kl. 08:37

7 identicon

Hér sannar þú regluna sem gildir hjá almenningi á Íslandi, sekur uns sakleysi er sannað. Kannski var konan beitt ofbeldi, kannski ekki. Við höfum engann möguleika á að vita sannleikann í því máli og því er leitt að málið hafi verið fellt niður.

 Annars er fólk sem ekur ölvað gjörsneytt allri dómgreind að engu tali tekur. Spurning hvort hún væri jafn brött ef hún hefði straujað niður eins og eina fjölskyldu....

Ellert (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 08:52

8 Smámynd: Eydís Hentze Pétursdóttir

Ellert, „Sem betur fer er það fremur sjaldgæft að beita þurfi slíkum aðgerðum eins og að setja upp þvaglegg til að fá þvagsýni úr fólki. Hvað þetta mál varðar vísa ég til niðurstöðu ríkissaksóknara um að lögregla hafi staðið réttilega að verki í þessu máli." Segjir í fréttinni. Lögreglan beitti sum sé þessum aðferðum.

Eydís Hentze Pétursdóttir, 21.8.2007 kl. 09:04

9 identicon

Ég átta mig ekki á því út af hverju lögreglan þurfti þvagsýni! Mér finnst það furðulegt að ekki hafi verið nóg að fá blóðsýni úr viðkomandi. Ekki hefur hún verið blóðlaus konan.. Er ekki alltaf verið að tala um promill í blóði.. Endilega einhver leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál..

Þröstur Halldórsson (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 09:13

10 identicon

Taka þarf þvagsýni ef ætlunin hefur verið að leita að öðrum efnum en áfengi, til dæmis.

Nafnlaust (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 09:43

11 Smámynd: Ásgerður

Meinti nú ekki að neinn hefði sagt að ölvunarakstur væri í lagi,,,en,,,aftur á móti er spurning hvort hún hafi ekki verið búin að brjóta það mikið af sér með framkomu sinni,,,að þeir hafi ekki séð annan kost en þennan.

En hvað veit ég,,,,ekki var ég þarna 

Ásgerður , 21.8.2007 kl. 09:51

12 Smámynd: Eydís Hentze Pétursdóttir

Ásgerður, ég tel að alltaf sé til annar kostur en sá að ráðast á kynfæri fólks.

Eydís Hentze Pétursdóttir, 21.8.2007 kl. 10:18

13 identicon

Ráðast á kynfæri fólks???  Í fyrsta lagi var nú aðeins komið fyrir þvaglegg þarna og það um þvagfæri konunnar auk þess sem þetta telst yfirleitt ekki vera nein meiriháttar aðgerð, nema að blindfull kerlingin berjist um á meðan.  Henni bauðst að pissa í glas en neitaði! Átti bara að humma það og klappa henni á bakið. Þurfa nú kvenkyns læknar/hjúkrunarfræðingar hér eftir að meðhöndla svona verkefni til að þóknast ykkur bandbrjáluðu feministunum? Þurfum við að kalla til ættingja til samþykkis ef þessu þyrfti að beita í meðvitundarleysi á sjúkrahúsi? Hver segir að lögreglumennirnir hafi hreinlega séð nokkuð?

Eins og þú reynir að svara viðmælendum hérna þá sýnist mér þú hafa málað þig út í horn. Ofbeldi er ekki einu sinni málið hérna! Málið snýst um konuna sem hótaði, blótaði, hrækti og skrækti, barðist um og meiddi en ætlast svo til að fá einhverja prinsessumeðferð þar sem hún er já ... kona.  Hún og þú ættuð að skammast ykkar fyrir að halda uppi hlífiskyldi yfir glæpamönnum... eða skyldi ég segja glæpakonum.

Funi (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 12:38

14 Smámynd: Eydís Hentze Pétursdóttir

Og þvagfæri kvenna eru náttúrulega staðsett til fóta.

Eydís Hentze Pétursdóttir, 21.8.2007 kl. 12:52

15 identicon

Funi þú ertu ekki að misskilja eitthvað?

Það er marg ýtrekað að við erum ekki að segja að þessi kona eigi að fá sérmeðferð, einmitt ekki. Hún á að fá að gjalda fyrir það sem hún gerði, ölvunarasktur er aldrei afsakanlegur. Hinsvegar held ég að þú hafir aldrei séð eða upplifað að fá þvaglegg. Einng er það vitað mál að það ef konan hafi verið svona kolvitlaus og undir áhrifum hefði vel verið hægt að bíða þanngað til að hún svæfi úr sér og framkvæma þá. Annars ef er hægt að greina mörg eiturefni í blóði sem og þvagi í uppundir viku eftir inntöku, nema þá fræga "naugunarlyfið".

Jenný (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 13:10

16 identicon

Fyrir þá sem halda því fram að þvagsýni sé óþarft:
 "Það þarf þvagsýni þegar leita á eftir eiturlyfjum eins og t.d. kókaíni eða amfetamíni.  Þessi lyf fara fljótt úr blóðinu en safnast fyrir í þvaginu í formi umbrotsefna (breytt form lyfjanna eftir að þau fara í gegnum efnaskipti í lifrinni eða vefjum líkamans) sem hægt er að mæla þar.  Það er því ekki um annað að ræða en að fá þvagsýni þegar grunur er á notkun eiturlyfja eða sumra lyfja sem fara ekki saman með keyrslu ökutækis."Fengið héðan:
http://ra.blog.is/blog/ra/entry/291496/

Magnús (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eydís Hentze Pétursdóttir

Höfundur

Eydís Hentze Pétursdóttir
Eydís Hentze Pétursdóttir

Ég starfa við fæðingahjálp þá er svipar til þeirrar er doulur og birthcoaches veita. Kannski er best að titla mig sem Fæðingacoach. Ég útskrifaðist úr námi Miu Jiaya, www.foedselscoach.dk sl. sumar. Mia Jiaya ásamt Binnie Dansby www.ecstaticbirth.com , Michel Odent og Jeannine Parvati Baker www.birthkeeper.com eru þeir aðilar sem ég hef hlotið einna mesta kennslu af.  Stærstu lærimeistarar mínir eru þó börnin mín, Marteinn, Regína og Katrín. Ég er einnig svo lánsöm að hafa hann Gumma minn mér við hlið í flestu sem ég geri. Hann er sambýlismaður minn, faðir barna minna, besti vinur minn og andlegur félagi. Við búum í Keflavík, nýlega flutt aftur eftir langa dvöl í Danmörku. Vinnan mín er mitt helsta áhugamál, en önnur eru jurtir, matseld, andleg iðkun og málefni og lestur.

www.draumafaeding.net 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband