14.7.2008 | 10:22
Twilight Sleep fæðandi kvenna
Twilight Sleep - tímabilið er eitthvað sem fæðingarfræðin vilja helst fá að gleyma.
Í byrjun síðustu aldar, nokkru eftir að fæðingar höfðu færst á sjúkrahús og að miklu leyti í hendur lækna víða um heim, fór eftirspurn eftir verkjastillingu að aukast. Það skal svo sem engan undra, því um all nokkurt skeið höfðu fæðingarmöguleikar kvenna einskorðast við baklegu á fæðingarbekk, sem er jú líklegri en allt annað til að gera reynsluna ákaflega sársaukafulla. Ether/klóroform hafði verið mikið notaður á 19. öld, en var svolítið erfiður, því nánast vonlaust var að finna rétta skammta. Þessu var sullað á klæði og sett fyrir vit konunnar.
Hin nútíma kona vildi hafa aukna stjórn á því ferli sem hafði verið tekið úr höndum þeirra og þegar fregnir bárust af lyfjakokteil sem átti að fjarlægja allan sársauka, tóku margar því fegins hendi. Kokteillinn frægi samanstóð af morfíni og scopolamíni. Morfín, eins og flestir vita er unnið úr ópíumi. Morfín er afar ávanbindandi. Scopolamín er eitur, unnið úr náttskuggafjölskyldunni (plöntuætt), Belladonnu. Ef það er gefið í nægilega litlum skömmtum veldur það minnisleysi og sljóleika. Hvort þetta lyf eitt og sér eða í samblandi við morfín, valdi miklum persónuleikabreytingum (mikil reiði, hálfgerð geðveiki) veit ég ekki. Ég giska þó á að það sé Scopolamín sem valdi þessu, enda svolítið sterk einkenni náttskuggafjölskyldunnar (plöntuætt).
Það væri synd að segja að þessi kokteill hafi verið sérlega verkjastillandi - ákafar persónuleikaleikabreytingar og minnisleysi voru nærri lagi. Vegna þessa ástand sem konurnar fóru oft í af völdum þessarar lyfjagjafar, þurfti oftar en ekki að binda þær við fæðingarbekkinn. Fæturnir bundnir í ístöð. Stundum þurfti líka að vefja höfuð kvennana, svo þær væru sér ekki hættulegar. Eftir fæðinguna voru börnin að sjálfsögðu fjlarlægð frá móðurinni, sem var stundum föst í twilight ástandi dögum saman og lá því í eigin saur og hlandi á meðan, því lítið var hægt að gera fyrir þær. Til að draga úr áverkum á útlimum kvennanna, svo að umheimurinn færi ekki að spyrja of margra óþægilegra spurninga um pyntingar þær sem áttu sér stað hjá hinum svokölluðu bjargvættum kvenna (sjúkrahúsunum og fæðingarlæknum þeirra daga), voru böndin fóðruð með ull. Ef ullin var notuð, þá var minna um mar og sár eftir böndin sem héldu konunum niðri.Oftar en ekki voru börnin dregin út með töngum, spöngin klippt mikið beggja vegna við, því það þótti ákveðinn pervertísmi að barnið snerti sköp móður meira en þurfti.
Það er kannski svolítil óþarfi að taka það fram, en börnin fæddust jú í annarlegu ástandi. Líkamlegt ástand þeirra var slæmt, þau áttu oft erfitt með öndun, gátu illa nærst og voru sljó. Eina manneskjan sem þau höfðu þekkt og elskað var þeim fjarri, mjúkt og næringarríkt brjóst móður var ekki í boði. Engin hlý húð að hjúfra sig uppvið. Lyktin af mömmu og hjartsláttur hennar, sem fyllir hvert ófætt og nýfætt barn öryggi, var ekki þarna. Allt sem nýfætt barn þráir heitast, var í undarlegu ástandi, keflað við harðan fæðingarbekk.
Þessi aðferð var notuð í tæpa hála öld, en um 1958 hófu konur að skrifa um aðferðina í fínni dömublöðum í Ameríkunni og varð reiði þjóðarinnar mikil og venjan lagðist út af.
Um bloggið
Eydís Hentze Pétursdóttir
Tenglar
Aðrir bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.